Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. 7.12.2025 11:46
Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fatahönnuður segir slagsmál rapparans Jay-Z og mágkonu hans, Solange Knowles, ekki tengjast meintu framhjáhaldi, heldur hafi Solange orðið ósátt með það þegar Jay-Z hrósaði kjól annarrar konu. 6.12.2025 16:24
Gefa út litlausa viðvörun Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum á morgun undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar kemur fram að varasamt sé að aka um svæðið á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. 6.12.2025 15:39
Fékk veipeitrun Fraser Olender, þekktur fyrir þátttöku í raunveruleikaþáttunum Below Deck, fékk nýlega hjartaáfall sem hann rekur til veipeitrunar. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera á lífi og hvetur alla sem enn nota rafrettur að hugsa sig tvisvar um. 6.12.2025 14:17
Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Frank Gehry, einn áhrifamesti arkitekt sögunnar, er látinn, 96 ára að aldri. Gehry hannaði byggingar á borð við Guggenheim-safnið í Bilbaó, Dansandi húsið í Prag og Louis Vuitton-listasafnið í París. 6.12.2025 13:45
Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert hafa komið upp sem breytir forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins. Ljóst hafi verið fyrir að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn í samstarfinu og að stjórnarandstaðan myndi reyna að notfæra sér það. 6.12.2025 13:30
Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sem hún lét falla á leið sinni úr þingsal í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. 6.12.2025 11:46
Fangar fái von eftir afplánun Nýtt og stórt samstarfsverkefni lögreglu, Fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga hvað varðar stuðning við fanga að lokinni afplánun var kynnt í morgun. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir fanga oft ekki hafa tækifæri til að snúa blaðinu við. 3.12.2025 11:39
Vilja koma á óhollustuskatti Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. 2.12.2025 21:21
„Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum. 2.12.2025 20:19