Opna hótel í gamalli síldarverksmiðju Stefnt er að því að hefja deiliskipulagsvinnu í sumar við uppbyggingu hótels í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar á hafnarsvæðinu á Skagaströnd. Stefnt er að því að sjóböð verði einnig opnuð þar á næstunni. 6.4.2023 10:51
Tré rifnuðu upp með rótum í snjóflóðunum Veðurstofan telur að keilur ofan varnargarða í Neskaupstað sem og brattir þvergarðar hafi virkað vel til þess að draga úr krafti snjóflóðanna sem féllu á bæinn í lok mars. Ljóst er að flóðin voru kraftmikil en stór grenitré rifnuðu upp með rótum í þeim. 6.4.2023 10:42
Framkvæmdir á Suðurlandsvegi á lokametrunum Framkvæmdir við Suðurlandsveg, Hringveg 1, milli Hveragerðis og Selfoss eru á lokametrunum. Vonast er eftir því að hægt verði að opna fyrir umferð á kaflann um miðjan maí. 6.4.2023 09:00
Snjókoma fyrir norðan Suðlæg eða breytileg átt verður í dag og nær þremur til átta metrum á sekúndu. Stöku skúrir eða él, hiti 0 til 7 stig yfir daginn. Vaxandi suðaustanátt í nótt. Snjókoma er á Akureyri en búist er við sól seinni part dags. Úrkomulítið verður á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Hiti verður á bilinu fjögur til ellefu stig eftir hádegi. 6.4.2023 08:29
Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6.4.2023 08:04
Milljarðamæringur stunginn til bana í San Francisco Bob Lee, stofnandi tækniforritsins Cash App, fannst stunginn til bana í Rincon Hill-hverfinu í San Francisco í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Á öryggismyndavélum má sjá hvernig ökumenn hunsuðu særðan Lee er hann óskaði eftir hjálp. 6.4.2023 07:41
Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur. 6.4.2023 07:20
Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5.4.2023 13:47
Stefán Arnar sá sem fannst látinn í Reykjanesbæ Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að Stefán Arnar Gunnarsson var sá sem fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ um helgina. Leitað hafði verið að Stefáni síðan 3. mars síðastliðinn. 5.4.2023 13:03
„Síðasta fréttin hefur verið birt Ekki er hægt að heimsækja vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, lengur. Reyni notendur að fara þar inn kemur texti þar sem stendur að síðasta frétt blaðsins hafi verið birt og fólki beint á vefi DV og Hringbrautar. 5.4.2023 11:46