Félagsmenn samþykktu verkfall Bjarki Sigurðsson skrifar 29. apríl 2023 12:27 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. vísir/arnar Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. Yfir níutíu prósent félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðirnar í atkvæðagreiðslu sem hófst á miðvikudaginn. Að sögn formanns BSRB snýr deilan að sameiginlegri kröfu félaganna um að starfsfólk sveitarfélaga sem vinna meðal annars á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar. Þessi fyrsta lota nær til Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Starfsmenn félagsins í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Ölfus, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum munu líka greiða atkvæði um verkfall á næstu dögum. Munu tæp 92 prósent hafa samþykkt verkfallsaðgerðir í Kópavogi, 97 prósent í Garðabæ og Mosfellsbæ og hundrað prósent á Seltjarnarnesi. „Af þessum niðurstöðum að dæma er ljóst að fólkinu okkar er misboðið og það muni ekki sætta sig við þá mismunun sem að Samband íslenskra sveitarfélaga býður upp á,“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Starfsfólk Kópavogs, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness mun hefja verkfallsaðgerðir 15. og 16. maí. Starfsfólk Hafnafjarðar, Ölfus, Reykjanesbæjar, Árborgar, Hveragerðis og Vestmanneyja mun bætast í hópinn í vikunni á eftir, fari atkvæðagreiðslur á þann veg, og eru verkföll fyrirhuguð 22., 23., 24. 25. og 26. maí, 5,. 6., 7., 8., og 9. júní þessum tíu sveitarfélögum. Náist ekki að semja fyrir þann tíma verða frekari atkvæðagreiðslur boðaðar hjá félögunum og þá verða jafnvel fleiri hópar undir. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Leikskólar Grunnskólar Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Yfir níutíu prósent félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðirnar í atkvæðagreiðslu sem hófst á miðvikudaginn. Að sögn formanns BSRB snýr deilan að sameiginlegri kröfu félaganna um að starfsfólk sveitarfélaga sem vinna meðal annars á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar. Þessi fyrsta lota nær til Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Starfsmenn félagsins í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Ölfus, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum munu líka greiða atkvæði um verkfall á næstu dögum. Munu tæp 92 prósent hafa samþykkt verkfallsaðgerðir í Kópavogi, 97 prósent í Garðabæ og Mosfellsbæ og hundrað prósent á Seltjarnarnesi. „Af þessum niðurstöðum að dæma er ljóst að fólkinu okkar er misboðið og það muni ekki sætta sig við þá mismunun sem að Samband íslenskra sveitarfélaga býður upp á,“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Starfsfólk Kópavogs, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness mun hefja verkfallsaðgerðir 15. og 16. maí. Starfsfólk Hafnafjarðar, Ölfus, Reykjanesbæjar, Árborgar, Hveragerðis og Vestmanneyja mun bætast í hópinn í vikunni á eftir, fari atkvæðagreiðslur á þann veg, og eru verkföll fyrirhuguð 22., 23., 24. 25. og 26. maí, 5,. 6., 7., 8., og 9. júní þessum tíu sveitarfélögum. Náist ekki að semja fyrir þann tíma verða frekari atkvæðagreiðslur boðaðar hjá félögunum og þá verða jafnvel fleiri hópar undir.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Leikskólar Grunnskólar Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira