Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13.2.2023 21:39
Ekki jafn mikið rennsli í Elliðaám í mörg ár Flóð í Elliðaám er nú í hámarki og mælist rennsli þeirra fimmtíu rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða mesta rennsli ána í mörg ár. 13.2.2023 21:15
Guðmundur verður við beiðni Aðalsteins Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 13.2.2023 20:20
Undirsláttur nýju brúarinnar farinn að skemmast Undirsláttur nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá er þegar farinn að skemmast vegna mikilla vatnavaxta. Rjúfa þarf veginn við ána svo stórt tjón verði ekki á brúnni. 13.2.2023 19:42
Keyrði á gangandi vegfarendur í New York Karlmaður var í dag handtekinn í New York eftir að hafa keyrt á gangandi vegfarendur á sendiferðabíl. Að minnsta kosti tveir liggja þungt haldnir á spítala eftir atvikið. 13.2.2023 18:39
Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13.2.2023 17:51
Aðalsteinn vill stíga til hliðar í deilu SA og Eflingar Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt til við félags- og vinnumarkaðsráðherra að hann stígi til hliðar sem sáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir persónuna alltaf bera að víkja fyrir málefninu. 13.2.2023 17:13
Foreldrar æfir yfir hækkunum en íþróttafélögin segjast þurfa meira til Fjöldi foreldra hefur kvartað yfir miklum hækkunum á æfingagjöldum íþróttafélaga Reykjavíkur, þá sérstaklega í kjölfar hækkunar á frístundastyrk borgarinnar. Þjálfarar og forsvarsmenn íþróttafélaga segja æfingagjöldin enn of lág og það þurfi að hækka þau meira ef þau eigi ein og sér að dekka kostnað starfsins. 11.2.2023 07:01
Tommi Steindórs og Margrét Maack hætt saman Fjöllistakonan Margrét Erla Maack og útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson eru hætt saman. Þau höfðu verið í sambandi í yfir sex ár og eiga saman eina dóttur. 10.2.2023 09:16
Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9.2.2023 17:03