Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. 21.12.2022 22:41
Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 21.12.2022 20:32
Kokkurinn sem fann upp á tikka masala er látinn Ali Ahmed Aslam, kokkurinn sem fann upp á tikka masala-kjúklingaréttinum er látinn, 77 ára að aldri. Hann hafði rekið veitingastaðinn Shish Mahal í Glasgow í Skotlandi í 58 ár. 21.12.2022 19:53
Efling fikrar sig nær SA með nýju tilboði Stéttarfélagið Efling hefur gert Samtökum atvinnulífsins (SA) tilboð um endurnýjun samninga. Í nýju tilboði er samþykkt að hagvaxtarauki sem bætast átti á laun í apríl á næsta ári falli niður en á móti koma aðra launaliðshækkanir. 21.12.2022 18:54
Ljótasta nýbygging landsins er á Hallgerðargötu Húsið við Hallgerðargötu 13 hefur verið valið ljótasta nýbygging ársins 2022. Samtökin Arktektúruppreisnin stóðu fyrir kosningunni. Í sömu kosningu var Móberg á Selfossi valið fallegasta nýbygging ársins. 21.12.2022 18:45
Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. 21.12.2022 17:43
„Kærustuparasæti“ í nýjum lúxusbíósal Kringlunnar Í nýjum lúxusbíósal Kringlunnar verða í boði svokölluð „kærustuparasæti“ þar sem tveir geta setið saman og notið myndarinnar. Framkvæmdastjóri SamFilm segist ekki hafa áhyggjur af því að fólk fari að gera vel hvort að öðru í sætunum. 20.12.2022 15:21
Skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum. 20.12.2022 11:04
Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20.12.2022 09:31
Veðurvaktin: Margmenni en stemning á Keflavíkurflugvelli Ekkert lát er á norðaustanáttinni sem leikið hefur landsmenn grátt síðan í gær. Vegir eru víða lokaðir og ákveðið hefur verið fresta fjölda flugferða. Fylgst verður með þróuninni í veðurvaktinni hér á Vísi. 20.12.2022 09:11