María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5.12.2022 13:12
Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Íslands Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. 5.12.2022 11:52
Söguleg skýring á óheppilegri staðsetningu hausaþurrkunar Samherja Fyrir liggur að staðsetning hausaþurrkunar Samherja á Dalvík er óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðarbyggð. Sögulegar skýringar eru á staðsetningunni. Samherji hefur tekið ráðstafanir til að minnka lykt frá þurrkuninni. 5.12.2022 10:34
Bein útsending: Fulltrúar Ríkisendurskoðunar svara fyrir skýrsluna Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fer fram í dag frá klukkan 9:30 til klukkan 11. 5.12.2022 09:01
Úrelt fyrirkomulag á bílasölu sem bjóði hættunni heim Hægt er að selja ökutæki með áhvílandi veði án þess að láta kaupanda vita af gjöldunum. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir ábyrgðina liggja hjá kaupanda að kanna áhvílandi gjöld. Framkvæmdastjóri FÍB segir fyrirkomulagið vera úrelt og að þarna sé verið að bjóða hættunni heim. 2.12.2022 17:01
Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2.12.2022 16:35
Þóra og Arnar eignuðust stúlku Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir og sambýlismaður hennar, listamaðurinn Arnar Ásgeirsson, eignuðust í vikunni stúlku. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Þóra eina dóttur. 2.12.2022 15:41
Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2.12.2022 13:24
Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. 1.12.2022 16:34
Vinnumenn senda konur í karlaklefa Vesturbæjarlaugar Á morgun munu kvenkyns sundlaugargestir nota karlaklefann í Vesturbæjarlaug í Reykjavík en karlar nota kvennaklefann. Viðgerðir á loftræstikerfi kvennaklefans fara fram á morgun. 1.12.2022 15:10