Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9.11.2022 12:15
Loka að næturlagi til að koma í veg fyrir bílahittinga Búið er að setja upp hlið við bílaplanið við Norðurturn Smáralindar. Hliðið kemur í veg fyrir að bílahittingar eigi sér stað þar í skjóli nætur. 9.11.2022 12:09
Bein útsending: Kynning á skýrslu um stöðu og áskoranir friðlýstra svæða Starfshópur hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skilað skýrslu sem varpar ljósi á stöðu friðlýstra svæða á Íslandi og áskoranir sem þeim fylgja. Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar í dag í beinu streymi. 9.11.2022 10:00
Opna fyrsta fótboltaskemmtigarð landsins í Smáralind Fótboltaland, fyrsti fótboltaskemmtigarður landsins, verður opnað í Smáralind í janúar. Tæplega tuttugu mismunandi þrautabrautir verða í garðinum. 9.11.2022 09:38
Orkustofnun ræður til sín þrjá starfsmenn Orkustofnun hefur gengið frá ráðningum á þremur nýjum starfsmönnum. Tveir þeirra munu starfa sem lögfræðingar á sviði orku- og auðlindamála og einn starfi sérfræðings í beinni nýtingu jarðhita og hitaveitum. 8.11.2022 16:34
Oddur Freyr tekur við af Brynhildi Oddur Freyr Þorsteinsson hefur tekið við starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Oddur tekur við starfinu af Brynhildi Bolladóttur. 8.11.2022 15:19
Barn konunnar einnig látið Barn konunnar sem myrt var í bænum Holbæk í Danmörku á fimmtudaginn er nú einnig látið. Konan var komin sjö mánuði á leið þegar hún var myrt. Karl og kona sem hafa verið handtekin vegna morðsins neita bæði sök. 8.11.2022 15:01
Leslie Phillips er látinn Breski leikarinn Leslie Phillips er látinn, 98 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í Carry On-kvikmyndunum og fyrir að ljá flokkunarhattinum í Harry Potter-kvikmyndunum rödd sína. 8.11.2022 14:48
Gervilimur skilinn eftir í Hopp-deilibíl Bleikur gervilimur fannst í hanskahólfi Hopp-deilibíls í gær. Eigandinn hefur enn ekki gefið sig fram en framkvæmdastjórinn segir fundinn vera þann skemmtilegasta hingað til. 8.11.2022 13:03
Stoltur andstyrktaraðili HM í Katar Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi. 8.11.2022 10:59