Ekki Tina Turner heldur „head-turner“ Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fimmta þætti er Audi A7 S-line quattro tekinn fyrir. 8.11.2022 10:32
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8.11.2022 09:38
Segjast trúa henni en senda börnin sín í pössun til gerandans Kristín Þórarinsdóttir segir tvískinnung ríkja hjá fólki í sveitinni hennar eftir að út spurðist um kynferðislegt áreiti af hendi fullorðins sveitunga hennar þegar hún var aðeins fjórtán ára. Málið hafi þó haft takmörkuð áhrif á samskipti þeirra við manninn. Fólk hafi sagst trúa henni og styðja en á sama tíma sent börnin sín í pössun til hans. 8.11.2022 09:15
Ingunn og Snæfríður til Empower Ingunn Guðmundsdóttir og Snæfríður Jónsdóttir hafa verið ráðnar til nýsköpunarfyrirtækisins Empower. Báðar munu þær starfa sem sérfræðingar í stafrænni þróun og markaðsmálum. 8.11.2022 08:39
Alveg jafn sátt með appelsínuöndina sex árum síðar Ellen Guðmundsdóttir sló óvart í gegn hér á landi fyrir sex árum síðan þegar eiginmaður hennar birti mynd af henni á Facebook. Þá misskildi vinur hans færsluna og hélt hann væri að kalla eiginkonu sína appelsínuönd. 7.11.2022 15:39
Logi kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar Logi Einarsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Logi tekur við af Helgu Völu Helgadóttur sem hefur gegnt stöðunni frá því að kosið var til Alþingis í september á síðasta ári. 7.11.2022 14:56
Bóluefni gegn kommúnisma og enga framsóknarmenn takk Hlaupskot merkt sem bóluefni gegn kommúnisma og skilti þar sem framsóknarmenn eru beðnir um að yfirgefa svæðið voru meðal þess sem selt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll um helgina. Uppboð ungra sjálfstæðismanna á fundinum sló rækilega í gegn. 7.11.2022 14:31
Skortur á erlendu vinnuafli á Íslandi Ljóst er að þörf er á erlendu starfsfólki til landsins að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Atvinnuleysi er nú komið á sömu slóðir og fyrir faraldurinn. 7.11.2022 13:08
Handtekinn grunaður um morð á barnshafandi konu 24 ára afganskur ríkisborgari var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa orðið barnshafandi konu að bana. Maðurinn verður úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun. 7.11.2022 10:27
Play til Stokkhólms og Hamborgar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 7.11.2022 10:01