Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði

Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu. 

Dökku litirnir horfnir: „Finnst þetta bara vera lé­leg af­sökun“

Vala Emanuela Reynisdóttir upplifir erfiðleika við að finna förðunarvörur sem henta sér hér á landi. Vala, sem er dökk á hörund, segist hingað til hafa geta keypt sér farða sem hentar en nú sé búið að taka þá úr sölu. Framkvæmdastjóri Danól segir fyrirtækið alltaf hafa fjölbreytileika í huga.

Í ljósi sögunnar ekki allur

Næsti þáttur af Í ljósi sögunnar kemur út seinna í þessum mánuði. Þrír mánuðir eru síðan síðasti þáttur kom út. Hörðustu aðdáendur hafa viðrað áhyggjur af því að útgáfu þáttarins hefði verið hætt.

Sló samnemanda með hamri

Nemandi við Réttarholtsskóla réðst á samnemanda sinn með hamri fyrir utan skólann á skólatíma á miðvikudag. Starfsmaður náði að skerast í leikinn og stöðva árásina. Málið er til skoðunar hjá barnaverndaryfirvöldum.

Nýir stjórnendur hjá ELKO

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til ELKO. Sófús Árni Hafsteinsson tekur við nýju stöðugildi viðskiptaþróunarstjóra, Jónína Birgisdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri og Þórkell Þórðarson verður sérfræðingur í stafrænni þróun.

Þrír nýir ráðgjafar til Syndis

Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur ráðið til sín þrjá nýja ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Hópstjóri sviðsins segir ráðningarnar auka aðgengi viðskiptavina að fagfólki. 

Ung­liða­hreyfing VG gagn­rýnir þing­menn sína

Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna fordæmir brottflutning hælisleitenda sem framkvæmdur var aðfaranótt fimmtudags. Stjórnin spyr hvort þingmönnum flokksins finnist vinnubrögð í málinu vera viðunandi. 

Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið

Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins.

Dramatísk endur­koma Netanja­hú á loka­metrunum

Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 

Sjá meira