Greta greinir frá þessum gleðitíðindum á Instagram-síðu sinni. Þar birtir hún mynd af barninu halda um fingur Elvars og skrifar „Þakklát“.

Þau greindu frá óléttunni í september þegar Greta birti mynd af sér óléttri á Instagram. Undir þá mynd skrifaði hún „Leyndarmálið er loksins komið út. Hef verið að vinna í „litlu“ verkefni sem verður frumsýnt eftir um það bil tíu vikur.“
Greta og Elvar kynntust þegar hann þjálfaði hana í líkamsræktarþjálfuninni Boot Camp. Þau trúlofuðu sig síðan í janúar árið 2018.