Tekur sér leyfi en sver af sér ásakanirnar Sturla B. Johnsen, heimilislæknir og einn eigandi Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og félagsins Heilsuverndar, sver af sér ásakanir sem birtust í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu í síðustu viku. Hann segist aldrei hafa brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. 28.7.2022 06:29
Höfundur Gaia-kenningarinnar er látinn Breski vísindamaðurinn James Lovelock sem þekktastur er fyrir Gaia-kenninguna lést í gær. Hann fæddist þann 26. júlí árið 1908 og lést því á 103 ára afmælisdaginn. 27.7.2022 14:50
Árásargjarni apinn fundinn og drepinn Heimamenn í borginni Yamaguchi í Japan höfðu uppi á apa, sem hafði ráðist á tæplega fimmtíu manns í borginni, og drápu hann. Talið er að aðrir apar úr hóp hans séu þó enn lausir og hafa árásir haldið áfram eftir að apinn var drepinn. 27.7.2022 13:34
Efstu tíu safnað rúmum fjórum milljónum Þeir tíu hlauparar sem hafa safnað mest fyrir góðgerðarsamtök með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa samtals safnað rúmum fjórum milljónum króna. Hlaupararnir hlaupa fyrir átta mismunandi góðgerðarfélög. 27.7.2022 11:51
Sesselja Lind ráðin hjúkrunardeildarstjóri Sesselja Lind Magnúsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á útskriftardeild aldraðra L2 á Landakoti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala. 27.7.2022 11:03
Kviknaði í vinnubíl við Tjarnargötu Eldur kom upp í vinnubíl við Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Slökkviliðið er búið að slökkva eldinn en er enn við störf á vettvangi. 27.7.2022 11:00
Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni. 27.7.2022 08:51
Telur sig hafa borið kennsl á Somerton-manninn Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu. 27.7.2022 08:17
Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27.7.2022 07:43
Ódýrara að leggja einkaþotu en bíl Það er ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli en bíl í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur. Fimm daga stæði á Reykjavíkurflugvelli kostar 35.485 fyrir einkaþotu. 27.7.2022 07:27