Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. 26.7.2022 14:00
Helga ráðin hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild á Landakoti Helga Atladóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild á Landakoti. Á deildinni fer fram greining, meðferð, ráðgjöf, eftirlit og vísindarannsóknir en eldra fólki sem glímir við langvarandi heilsubrest og versnandi færni er vísað á deildina. 26.7.2022 13:35
Sýndarferðalag um gosstöðvarnar heima í stofu Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum. 26.7.2022 12:42
Segja niðurstöður rannsóknar á grameðlum rangar Rannsókn frá jarðvísindadeild Edinborgarháskóla sýnir fram á að þeir steingervingar sem hafa fundist af grameðlum komi ekki frá þremur tegundum eðlunnar líkt og greint var frá í tímaritinu Evolutionary Biology í mars á þessu ári. Steingervingarnir sem voru rannsakaðir komi vissulega frá misstórum dýrum en eðlurnar voru, rétt eins og við mannfólkið, til í fleiri stærðum og gerðum en einni. 26.7.2022 10:26
The Omen og Titanic-leikarinn David Warner er látinn Leikarinn David Warner er látinn, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol. 26.7.2022 08:35
Nóbelsverðlaunahafinn David Trimble er látinn Norður-Írinn David Trimble er látinn. Trimble hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt John Hume fyrir þeirra þátttöku í gerð Good Friday-sáttmálans. 26.7.2022 08:11
Hornfirðingar una ekki úrskurði innviðaráðuneytisins Hornfirðingar ætla ekki að una úrskurði innviðaráðuneytisins sem segir að sveitarfélagið hafi brotið lög þegar lóðarhöfum einum við Hagaleiru var synjað um að fá gatnagerðargjöld felld niður. 26.7.2022 07:31
Sveppahringur slær heimsmet Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar. 25.7.2022 16:08
Örn Arnar nýr sparisjóðsstjóri Suður-Þingeyinga Örn Arnar Óskarsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Örn þekkir vel til á starfssvæðinu en hann ólst upp á Kópaskeri. 25.7.2022 15:03
Árásargjarni innbrotsapinn hættir ekki og gæti átt sér vitorðsapa Árásargjarn api sem hefur brotist inn til fólks í borginni Yamaguchi í Japan hefur ekki enn náðst og halda árásir hans áfram. Alls hafa 42 lent í klóm apans á síðustu vikum. 25.7.2022 14:10