Ellefu sóttu um stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps Ellefu einstaklingar, níu karlar og tvær konur, sóttu um stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps. Meðal þeirra eru tveir fyrrverandi þingmenn, Karl Gauti Hjaltason og Vigdís Hauksdóttir. 8.7.2022 13:08
Tíu ferðamannastaðir verði áhættumetnir Verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu aðila hefur óskað eftir því Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur verði öll áhættumetin fyrir ferðamenn. Einnig þurfi að útbúa viðbragðsáætlanir fyrir svæðin. 8.7.2022 13:01
Sóttu áttatíu manns á Laugaveginn Ferðaskrifstofan South Coast Adventure sótti um áttatíu manns frá Emstrum, þriðja áfanga gönguleiðarinnar um Laugaveginn, í gær. Veðrið var slæmt og höfðu tveir ofkælst, þar af annar þeirra verulega. 8.7.2022 11:29
Barnaníðingsmælirinn ekki meiðyrði Sacha Baron Cohen var í gær sýknaður fyrir dómi í Manhattan í máli sem Roy Moore, fyrrverandi dómari í Alabama, höfðaði gegn honum. Moore vildi meina að Cohen hafi látið hann líta út fyrir að vera barnaníðing í þætti sínum „Who Is America?“. 8.7.2022 11:17
Eina eintak endurupptöku á smáskífu Bob Dylan seldist á 200 milljónir Endurupptaka Bob Dylan á lagi sínu „Blowin‘ in the Wind“ seldist á uppboði í gær á eina og hálfa milljón dollara, rúmlega tvö hundruð milljónir króna. Endurupptakan er sú eina sem til er í heiminum. 8.7.2022 10:33
Skapari Yu-Gi-Oh! fannst látinn Kazuki Takahashi, skapari Yu-Gi-Oh! teiknimyndasagnanna, fannst látinn í gær. Lík hans fannst við strendur Okinawa-eyju í Japan en hann hafði verið að snorkla. 8.7.2022 08:51
Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7.7.2022 15:27
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7.7.2022 11:32
Cheer-stjarna dæmd í tólf ára fangelsi fyrir barnaníð Cheer-stjarnan Jeremiah „Jerry“ Harris hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi. 7.7.2022 09:24
Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7.7.2022 08:52