Hvalfjarðargöng lokuð eftir umferðaróhapp Hvalfjarðargöngin eru nú lokuð vegna umferðaróhapps. Ekki er vitað hversu lengi göngin verða lokuð. 22.5.2022 23:07
Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru formlega hafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum flokkanna. 22.5.2022 22:21
Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. 22.5.2022 20:00
Eftirför í Hafnarfirði Um hádegisbilið í dag var tilkynnt um árekstur í Hafnarfirði og hafði sökudólgurinn stungið af á ökutæki sínu. Lögreglan gat staðsett bifreiðina og gaf manninum merki um að stöðva akstur en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Við það hófst eftirför þar sem maðurinn ók meðal annars gegn rauðu ljósi, rásaði milli akreina og ók á öfugum vegarhelming. Lögregla náði að lokum að stöðva akstur mannsins og var hann handtekinn. Hann er grunaður um ölvunarakstur. 22.5.2022 18:00
Silja Bára nýr formaður Rauða krossins á Íslandi Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fór fram á Grand hótel í dag. Aðalfundarfulltrúar frá sextán deildum víðsvegar um landið mættu. 21.5.2022 14:19
Vinir Mosfellsbæjar ekki lengur með í meirihlutaviðræðum Framsóknarflokkurinn hefur formlega slitið meirihlutaviðræðum við Vini Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dagný Kristinsdóttir, oddviti Vina Mosfellsbæjar, sendi í dag. 21.5.2022 13:45
Eiginkona hins dauðadæmda var fræg söngkona Eiginkona danska mannsins sem hlaut dauðadóm í Nígeríu í gær var þekkt söngkona þar í landi. Málið hefur vakið mikla athygli í Nígeríu. 21.5.2022 13:09
Albanese næsti forsætisráðherra Ástralíu Í dag var fóru fram þingkosningar í Ástralíu þar sem kosið var til setu á neðri deild ástralska þingsins. Verkamannaflokkurinn, leiddur af Anthony Albanese, sigraði kosningarnar. 21.5.2022 12:15
Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21.5.2022 10:13
Reykjavíkurbörn í unglingavinnunni fái launahækkun Tillaga um hækkun tímakaups unglinga í vinnuskóla Reykjavíkur var send til borgarráðs í vikunni eftir að hún var samþykkt hjá Umhverfis- og heilbrigðisráði borgarinnar. 21.5.2022 08:23