Verðhækkanir á hrávöru hafa áhrif á íslensk fyrirtæki Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi. 21.5.2022 08:12
Fengu áður óbirtan ljóðabálk eftir Davíð Stefánsson Nítján erinda ljóðabálkur eftir Davíð Stefánsson er nú kominn í hendurnar á Davíðshúsi sem rekið er af Minjasafninu á Akureyri. Ljóðin voru ort til æskuvinkonu Davíðs. 21.5.2022 07:44
Eldur í vinnuskúr í Elliðaárdal Klukkan rétt rúmlega hálf þrjú í nótt urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við eld í Elliðaárdal. Í ljós kom að kviknað var í vinnuskúr og komu lögreglumenn að tveimur mönnum sem voru handteknir vegna gruns um íkveikju. Mennirnir voru í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangaklefa. 21.5.2022 07:30
Vaktin: Grafa upp lík rússneskra hermanna Síðustu úkraínsku hermennirnir yfirgáfu Azovstal-stálverið í gær og hafa Rússar lýst yfir sigri í borginni Maríupól. 21.5.2022 07:16
Danskur ríkisborgari dæmdur til dauða í Nígeríu Danskur karlmaður var í dag dæmdur til dauða í Nígeríu fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og barn þeirra. Sjö ár eru síðan dauðadómi var framfylgt í landinu. 20.5.2022 23:33
Fjölskylda ráðherra vill byggja á svæði sem aðrir fengu ekki að byggja á Einkahlutafélag sem stofnað var af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og eiginkonu hans hefur fest kaup á einbýlishúsi og 3,2 hektara lóð í Garðabæ. Jón gekk úr eigendahóp félagsins daginn fyrir kaupin. 20.5.2022 22:56
Aldís verður sveitarstjóri í Hrunamannahreppi Aldís Hafsteinsdóttir mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Þetta kemur fram í tilkynningu frá D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra. 20.5.2022 21:23
Miðflokkurinn gefur Sjálfstæðismönnum sviðið í Grindavík Þrátt fyrir að Miðflokkurinn hafi unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum í Grindavík um seinustu helgi er komið að Sjálfstæðisflokknum í að reyna að mynda meirihluta. Meirihlutaviðræður gengu ekki upp hjá Miðflokksmönnum. 20.5.2022 21:08
Ætlar ekki að hætta fyrr en öll börn í Laugardalnum eru óhult Maður sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum var í gær hnepptur í gæsluvarðhald. Móðir stelpu sem lenti í manninum segir það vera mikinn létti. 20.5.2022 20:26
Enn skelfur jörð á Reykjanesi Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð. 20.5.2022 18:58