„Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23.4.2022 20:28
Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti. 23.4.2022 19:02
Sló starfsmann sem bað hann um að hætta að borða ferskt grænmeti Það var nóg um að vera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var einn þeirra gómaður tvisvar eftir að hafa náð í aukalykla af bifreið sinni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 23.4.2022 18:49
Vaktin: Selenskí vill fá að hitta Pútín „Innrásin í Úkraínu er aðeins upphaf af því sem koma skal,“ sagði Volódímír Selenskí Úkraínuforseti í ávarpi í gærkvöldi. Hann segir að ummæli háttsetts rússnesks herforingja bendi til þess að Rússar vilji ráðast inn í önnur lönd. 23.4.2022 07:43
Hera ný framkvæmdastýra hjá OR Hera Grímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR. Hera er með mastersgráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 22.4.2022 16:46
Lögreglu beri að aðstoða þrátt fyrir hættu á fuglaflensu Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að þó það sé ólíklegt, þá sé ekki hægt að útiloka það að fuglaflensan smitist í önnur dýr. 22.4.2022 16:31
Lýst eftir Svanhvíti Harðardóttur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Svanhvíti Harðardóttur, 37 ára. Hún er 167 sm á hæð, sólbrún með ljóslitað rúmlega axlarsítt hár. 22.4.2022 15:44
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur við Miklubraut Tveir bílar skullu saman við Miklubraut klukkan rúmlega þrjú í dag. Einn var fluttur á slysadeild. 22.4.2022 15:33
Macron eykur forskot sitt á Le Pen Emmanuel Macron, forseti Frakklands, virðist vera að stinga Marine Le Pen, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum, af samkvæmt könnunum. Frakkar kjósa á milli þeirra á sunnudaginn næstkomandi. 22.4.2022 14:15
Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar jákvæð um rúma 23 milljarða Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 23,4 milljarða króna á árinu 2021 og var niðurstaða beggja rekstrarhluta borgarinnar töluvert betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 22.4.2022 12:23