Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Boða til mót­­mæla við Bessa­­staði

Félagið Roði - Ungir Sósíalistar og fólkið sem stóð að samstöðutjaldinu fyrir Palestínumenn á Austurvelli hafa boðað til mótmæla við Bessastaði klukkan 19 í kvöld vegna nýrrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Félögin vilja alla ríkisstjórnina burt. 

Líst ekkert á blikuna

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 

Bjarni leiðir og Bjark­ey kemur ný inn

Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kynntu nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar í dag. Ráðherrastóladans verður dansaður á Bessastöðum í kvöld.

Hafa nýtt tímann til að leysa á­­greining VG og Sjálf­stæðis­manna

Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis.

Ríkis­stjórnin dansi stóla­dans á meðan engin stjórni landinu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir í reynd enga ríkisstjórn starfandi í landinu og á meðan eyði ráðherrarnir tíma í stólaleik sem vinni ekki fyrir hag almennings. Hún segir að það hefði verið galið að fresta ekki þingfundi í dag. 

Telur að ríkis­stjórnin lifi þetta ekki af

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. 

Hefðu lent í vand­ræðum án frestunar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata sagði það í raun eðlilegt að Birgir Ármannsson, forseti þingsins, hefði tekið öll mál af dagskrá og slitið fundi. Ríkisstjórnin sé ekki starfhæf og ekki við hæfi að ræða mál á þingi sem ekki sé hægt að leysa.

Bílunum stútað á meðan þau skruppu út að borða

Á meðan Hlynur og Hrafnhildur Alice skruppu að fá sér að borða í gærkvöldi voru framin skemmdarverk á bílum þeirra. Rúður voru brotnar með einhverskonar barefli og lofti hleypt úr dekkjum bílanna. 

Sjá meira