Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8.4.2024 15:02
Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8.4.2024 14:39
René kemur inn fyrir Katrínu þar til Eva Dögg snýr aftur Viðræður forystufólks stjórnarflokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf eru vel á veg komnar. Þingflokkar stjórnarflokkanna, sem og aðrir þingflokkar á Alþingi, sitja nú á fundi. Þingfundur er svo fyrirhugaður klukkan þrjú. 8.4.2024 13:31
Vigdís Häsler hætt hjá Bændasamtökunum Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Vigdís hefur sinnt starfinu síðastliðin þrjú ár en hún segist skilja stolt við starfið. 8.4.2024 10:28
Geymdi pasta á sviðinu ef hann skildi verða svangur milli laga Einn allra frægasti tenór sögunnar, Ítalinn Luciano Pavarotti, geymdi oft pastarétti í vængjum sviðsins sem hann söng á, svo hann gæti rölt út af sviðinu milli laga og fengið sér bita. 8.4.2024 10:22
Telur ekkert að því að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram Forsætisráðherra baðst lausnar úr embætti sínu í dag til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Fráfarandi forseti segir atburðarásina ekki óheppilega en ráðherra telur ríkisstjórnina ekki falla gangi hún frá borðinu. 7.4.2024 19:41
Þjóðin geti krafist þess að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag Prófessor í stjórnmálafræði segir þjóðina geta sett þá kröfu á leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag. Hann telur líklegast að formaður Framsóknarflokksins taki við embættinu. 7.4.2024 12:08
Jakob Reynir Aftur reynir aftur Maður sem fær ekki að bera millinafnið Aftur ætlar að mótmæla úrskurði mannanafnanefndar sem hafnaði nafninu. Hann segir nafnið ansi táknrænt fyrir sig en hann sneri blaðinu við fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hafa verið á slæmum stað í lífinu. 18.3.2024 19:35
Foreldrar megi ekki vera vondir við sjálfa sig eftir stórt áfall Sérfræðingur í slysavörnum barna segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Hún segir foreldra sem lenda í áfalli ekki mega kenna sjálfum sér um. 18.3.2024 12:20
Grindvíkingar búi í óvissu þrátt fyrir tölfræðileiki „Þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Það er erfitt að setja sig spor þessa fólks að horfa enn og aftur upp á þetta. En þetta er það sem má búast við,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, um þá erfiðu stöðu sem Grindvíkingar séu í vegna enn eins eldgossins. 17.3.2024 19:48