Tveir í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn voru í síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna innflutnings á tæplega sjö lítrum af amfetamínbasa. Tveimur þeirra hefur verið sleppt úr haldi en hinir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku til viðbótar. 1.3.2024 16:00
Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. 1.3.2024 14:55
Börn yfirgáfu „verksmiðju Willy Wonka“ hágrátandi Foreldrar barna sem sóttu viðburð á vegum félagsins House of Illuminati í Glasgow um helgina eru æfir og vilja endurgreiðslu. Upplifunin sem þeim var lofað stóðst engan vegin væntingar og yfirgaf fjöldi barna svæðið grátandi. 1.3.2024 13:48
Mun færri nýir bílar á götum landsins þetta árið Sala nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Samdrátturinn mælist 57,5 prósent í febrúar samanborið við sama mánuð síðasta árs. 1.3.2024 12:04
Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1.3.2024 11:34
Opna fyrir rafræna söfnun meðmæla Búið er að opna fyrir rafræna söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð. Skila verður framboðstilkynningum í síðasta lagi þann 26. apríl. 1.3.2024 10:39
Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. 1.3.2024 10:13
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1.3.2024 09:44
GKR gefur út nýja plötu: „Ég er ekki eins og ég var þegar ég var yngri“ Rapparinn GKR gaf út sína fyrstu plötu í sex ár á föstudaginn í síðustu viku. Hann vill að fólk túlki á eigin hátt um hvað platan er og það hafa tekið langan tíma að byggja upp sjálfsöryggið og viljann til þess að koma sér aftur á sjónarsviðið. 28.2.2024 20:01
Skoða að byggja nýja slökkvistöð Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. 28.2.2024 15:51