Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­lenski laxa­stofninn deyi út verði ekkert gert

Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 

Telja mikil­vægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða

Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins.

„Ömur­legur endir á góðu ferða­lagi“

Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað.

Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt

Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu.

Út­skýrir vinnu­brögð lög­reglunnar í hand­tökunni í Hvera­gerði

Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta“

Claudia Gockel býr á Nýlendu í Suðurnesjabæ, ekki langt fyrir utan Sandgerði. Mikill sjógangur var á svæðinu í gær og flæddi yfir sjóvarnargarða. Fór sem svo að sjór umlykti hús Claudiu og þurfti hún að vaða upp að hnjám til að komast út.

Í hungur­verk­falli vegna á­kvörðunar Svan­dísar

Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. 

Á von á enn hærri sektum á næstu árum

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum.

Var ný­mættur til Hong Kong þegar felli­bylurinn skall á

Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré.

Stjórn­endur farið langt yfir strikið

Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 

Sjá meira