Fleiri löggur á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2024 11:53 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að á sama tíma og tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgar, fækkar lögreglumönnum á svæðinu. Evrópskir staðlar segja til um að hér eigi að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir 1,2. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við það vanti fimm hundruð lögreglumenn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur undir þessar áhyggjur en bendir á að jákvæð teikn séu á lofti. „Það þarf að styrkja lögregluna í landinu en til þess þurfum við að fá menntaða lögreglumenn. Þannig að við erum að útskrifa núna um það bil áttatíu á ári. Þannig það fjölgar hratt þegar þessi fjölgun kemur út í liðin og þeim þarf auðvitað að fylgja fjármagn,“ segir Sigríður Björk. Fleiri tilkynningar ekki það sama og fleiri brot Hún bendir á að þrátt fyrir að tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot fjölgi þýði það ekki endilega að brotin séu að verða fleiri. „Við þurfum líka að horfa á það að við erum að hvetja fólk til að kæra. Ef við horfum til dæmis á heimilisofbeldisverkefnin og hvernig við höfum breytt verklaginu þar. Þegar við hófum nýtt verklag fyrir áratug var tuttugu prósent tilkynntra ofbeldisbrota heimilisofbeldismál. En nú eru þau í kringum helmingur af tilkynntum brotum. Þannig þetta eru líka fleiri tilkynningar, ekki endilega fjölgun glæpa,“ segir Sigríður Björk. Höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað Það þurfi klárlega að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að fjölga lögreglu hlutfallslega vegna fjölgunar íbúa og þá er höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað. Þannig það þarf að fjölga þar, klárlega,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að á sama tíma og tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgar, fækkar lögreglumönnum á svæðinu. Evrópskir staðlar segja til um að hér eigi að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir 1,2. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við það vanti fimm hundruð lögreglumenn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur undir þessar áhyggjur en bendir á að jákvæð teikn séu á lofti. „Það þarf að styrkja lögregluna í landinu en til þess þurfum við að fá menntaða lögreglumenn. Þannig að við erum að útskrifa núna um það bil áttatíu á ári. Þannig það fjölgar hratt þegar þessi fjölgun kemur út í liðin og þeim þarf auðvitað að fylgja fjármagn,“ segir Sigríður Björk. Fleiri tilkynningar ekki það sama og fleiri brot Hún bendir á að þrátt fyrir að tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot fjölgi þýði það ekki endilega að brotin séu að verða fleiri. „Við þurfum líka að horfa á það að við erum að hvetja fólk til að kæra. Ef við horfum til dæmis á heimilisofbeldisverkefnin og hvernig við höfum breytt verklaginu þar. Þegar við hófum nýtt verklag fyrir áratug var tuttugu prósent tilkynntra ofbeldisbrota heimilisofbeldismál. En nú eru þau í kringum helmingur af tilkynntum brotum. Þannig þetta eru líka fleiri tilkynningar, ekki endilega fjölgun glæpa,“ segir Sigríður Björk. Höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað Það þurfi klárlega að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að fjölga lögreglu hlutfallslega vegna fjölgunar íbúa og þá er höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað. Þannig það þarf að fjölga þar, klárlega,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15
Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53