Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

ASÍ hættir einnig í við­skiptum við Ís­lands­banka

Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum.

„Karl­menn eru tölu­vert betri í skák“

Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. 

VR hættir við­skiptum við Ís­lands­banka

Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins.

Festust í Eiffel-turninum í eina nótt

Tveimur bandarískum ferðamönnum var í gær bjargað úr Eiffel-turninum í París, höfuðborg Frakklands, eftir að hafa fests þar kvöldið áður. Talið er að mennirnir hafi villst er þeir skoðuðu turninn vegna þess hve drukknir þeir voru. 

Fjölgun Co­vid-19 smitaðra

Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Dómsmálaráðherra telur ný útlendingalög vera að virka og ítrekar að flóttafólki sem hefur fengi lokasynjun í kerfinu beri að fara af landi brott. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að velta flóttamönnum sem hafa verið þjónustusviptir yfir á sveitarfélögin - sem félagsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ættu að aðstoða.

Hugsan­lega á leiðinni inn í annað gos

Vatnshiti í Víti við Öskjuvatn var í gær níu gráðum hærri en hann hefur mælst í sumar. Kvika hefur verið að safnast undir yfirborðinu og hugsanlegt er að gjósi þar bráðlega.

Enginn gos­ó­rói mælst á svæðinu

Hægt hefur á öflugri skjálftahrinu sem hófst í gærkvöldi suðvestur af Reykjanesskaga. Allt bendir til þess að um hefðbundna skjálftavirkni sé að ræða og hefur enginn gosórói mælst á svæðinu. 

Sjá meira