Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. apríl 2024 21:00 Unnur Ásta Bergsteinsdóttir er einn af eigendum Magna Lögmanna. Vísir/Arnar Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. Quang Le situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot í gegnum fyrirtæki og veitingastaði sína. Quang Le breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í upphafi síðasta árs en nafnabreytingin og nafnavalið var ekki jafn handahófskennt og mætti halda. Ekki maki Davíðs heldur Quangs Árið 2004 kynntist Quang Le manni að nafni Davíð Viðarsson sem sagði sögu sína í viðtali á Vísi í dag. Vinskapur hafi myndast milli þeirra og Quang Le sagst þekkja konu í Víetnam sem væri tilvalin eiginkona fyrir Davíð. Davíð hafi flogið til Víetnam og gifst konunni svo hún gæti flutt til Íslands. Davíð sneri aftur til Íslands og segir að konan hafi átt að koma nokkrum vikum síðar. Þá hafi Quang Le tilkynnt honum að konan yrði ekki eiginkona hans heldur myndi hún búa með sér. Davíð segist hafa krafist skilnaðar en Quang Le hafi neitað og haft í hótunum við sig. Skilnaðurinn gekk loks í gegn fimm árum síðar. Þá hafði Quang Le eignast tvö börn með konunni sem bæði eru skráð börn Davíðs þar sem þau voru í hjónabandi þegar þau fæddust. Davíð ákvað að loka á öll samskipti við Quang Le og konuna en í fyrra hafi hann loks hugað að því að að leiðrétta faðernið enda gætu börnin, sem hann hefur aldrei hitt og á ekkert í, gert kröfu í eignir hans. Hann hafi haft samband við Quang Le, hann brugðist vel við í fyrstu, sagst ætla að hjálpa til með pappírsvinnuna en ekki upplýst Davíð um nýlega nafnabreytingu. Davíð fréttir af henni í fjölmiðlum. Þegar þeir hafi loks hist í desember hafi Quang Le ekki gefið neina skýringu á nafnabreytingunni. Velvilji með að leiðrétta faðernið hafi virst lítill sem enginn. Mannerfðafræðileg rannsókn sker úr um faðerni Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður með reynslu af faðernismálum hjá Magna Lögmönnum, segir dómsmál einu lausnina í svona tilvikum. „Ef það er hjónaband til staðar milli konu og manns, barn fæðist og báðir aðilar vita að þetta er ekki rétt faðerni, þarf engu síður að höfða dómsmál til véfengingar á faðerninu og fá því breytt. Yfirleitt er gerð mannerfðafræðileg rannsókn strax í kjölfarið sem er þá aðalsönnunargagnið í málinu,“ segir Unnur. Með framfærsluskyldu Það komi fyrir að konur eignist börn með öðrum en eiginmanni þeirra, til dæmis þegar skilnaðir dragast á langinn. Mikilvægt sé að leiðrétta skráninguna. „Í rauninni eru þessi börn samkvæmt lögum hans skylduerfingjar og myndu þá taka arf eftir hann eftir hans dag. Sömuleiðis er hann með framfærsluskyldu gagnvart þeim á grundvelli barnalaga,“ segir Unnur. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Dómsmál Lögreglumál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Quang Le situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot í gegnum fyrirtæki og veitingastaði sína. Quang Le breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í upphafi síðasta árs en nafnabreytingin og nafnavalið var ekki jafn handahófskennt og mætti halda. Ekki maki Davíðs heldur Quangs Árið 2004 kynntist Quang Le manni að nafni Davíð Viðarsson sem sagði sögu sína í viðtali á Vísi í dag. Vinskapur hafi myndast milli þeirra og Quang Le sagst þekkja konu í Víetnam sem væri tilvalin eiginkona fyrir Davíð. Davíð hafi flogið til Víetnam og gifst konunni svo hún gæti flutt til Íslands. Davíð sneri aftur til Íslands og segir að konan hafi átt að koma nokkrum vikum síðar. Þá hafi Quang Le tilkynnt honum að konan yrði ekki eiginkona hans heldur myndi hún búa með sér. Davíð segist hafa krafist skilnaðar en Quang Le hafi neitað og haft í hótunum við sig. Skilnaðurinn gekk loks í gegn fimm árum síðar. Þá hafði Quang Le eignast tvö börn með konunni sem bæði eru skráð börn Davíðs þar sem þau voru í hjónabandi þegar þau fæddust. Davíð ákvað að loka á öll samskipti við Quang Le og konuna en í fyrra hafi hann loks hugað að því að að leiðrétta faðernið enda gætu börnin, sem hann hefur aldrei hitt og á ekkert í, gert kröfu í eignir hans. Hann hafi haft samband við Quang Le, hann brugðist vel við í fyrstu, sagst ætla að hjálpa til með pappírsvinnuna en ekki upplýst Davíð um nýlega nafnabreytingu. Davíð fréttir af henni í fjölmiðlum. Þegar þeir hafi loks hist í desember hafi Quang Le ekki gefið neina skýringu á nafnabreytingunni. Velvilji með að leiðrétta faðernið hafi virst lítill sem enginn. Mannerfðafræðileg rannsókn sker úr um faðerni Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður með reynslu af faðernismálum hjá Magna Lögmönnum, segir dómsmál einu lausnina í svona tilvikum. „Ef það er hjónaband til staðar milli konu og manns, barn fæðist og báðir aðilar vita að þetta er ekki rétt faðerni, þarf engu síður að höfða dómsmál til véfengingar á faðerninu og fá því breytt. Yfirleitt er gerð mannerfðafræðileg rannsókn strax í kjölfarið sem er þá aðalsönnunargagnið í málinu,“ segir Unnur. Með framfærsluskyldu Það komi fyrir að konur eignist börn með öðrum en eiginmanni þeirra, til dæmis þegar skilnaðir dragast á langinn. Mikilvægt sé að leiðrétta skráninguna. „Í rauninni eru þessi börn samkvæmt lögum hans skylduerfingjar og myndu þá taka arf eftir hann eftir hans dag. Sömuleiðis er hann með framfærsluskyldu gagnvart þeim á grundvelli barnalaga,“ segir Unnur.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Dómsmál Lögreglumál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00
Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00