Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Ástin virðist enn blómstra hjá raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner og Hollywood leikaranum Timothée Chalamet, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að parið væri að hætta saman. 18.8.2025 17:02
Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. 18.8.2025 15:00
Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Ljósbrot heldur áfram sigurför sinni um heiminn en hún er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. 18.8.2025 10:15
„Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ „Athöfnin fór fram í Skrúðgarðinum í fallega Elliðaárdal en sá dalur er okkur afar kær þar sem við sögðumst elska hvort annað í fyrsta skipti í göngutúr þar,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir, samfélagsmiðlastjóri og förðunarfræðingur. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða Arnar Frey Bóasson bifvélavirkja með pomp og prakt í náttúrufegurð nú á dögunum. 5.8.2025 07:00
„Þarna fylltist hjartað af hamingju“ „Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum, taka þátt í alls konar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur,“ segir hin nýgifta Berglind Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri breska sendiráðsins. 2.8.2025 07:02
Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu „Ég fórnaði tímanum mínum svolítið til að taka á móti fólkinu á bryggjunni og varð þar að leiðandi hálftíma of sein í athöfnina, þar sem Máni og presturinn svitnuðu aðeins í biðinni, en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi,“ segir hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley sem giftist ástinni sinni Þorkeli Mána Þorkelssyni forritara hjá Hugsmiðjunni við dásamlega athöfn í Flatey í mjög svo einstökum kjól. 31.7.2025 07:02
Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn. 30.7.2025 10:38
Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr „Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss,“ segir hin 21 árs gamla Dúa Landmark. 30.7.2025 07:02
Sögulegur klæðnaður á dreglinum Það hefur vart farið fram hjá neinum aðdáanda skvísukvikmynda eða chick flicks að Lindsay Lohan og Jaime Lee Curtis eiga nú sögulega endurkomu á stóra skjánum. Tvíeykið hefur vakið mikla athygli á dreglum víða um heim og sömuleiðis hjartaknúsarinn Chad Michael Murray. 29.7.2025 17:03
„Öll dýrin í skóginum voru vinir“ „Við erum bara algjörlega í skýjunum með hvernig þetta fór,“ segir tónlistarmaðurinn Jökull Júlíusson, aðalsöngvari Kaleo í samtali við blaðamann um vel heppnaða tónleika hljómsveitarinnar í Vaglaskógi. 29.7.2025 15:38