Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lauf­ey fagnaði með Oli­viu Rodrigo og Chappell Roan

Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag. 

„Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leik­kona“

„Þegar ég var bara sjö ára gömul segi ég við konu sem var að vinna á göngunum í grunnskólanum mínum: Þú þarft að muna eftir mér. Birna Rún Eiríksdóttir, mundu nafnið því ég verð nefnilega mjög þekkt leikkona. Ég veit ekkert hvaðan þetta kom,“ segir leikkonan, veislustjórinn, TikTok stjarnan og uppistandarinn Birna Rún, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Greip tæki­færið og nýtur Parísar í botn

Lögfræðingurinn Marta Matthíasdóttir er búsett í París um þessar mundir og var það ákveðin skyndiákvörðun hjá henni. Hún er þar í viðbótar meistaranámi í lögfræði og nýtur þess sem Parísarborg hefur upp á að bjóða. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.

Á­tján ára og ó­létt en lét það ekki stoppa sig

„Það var kannski mesta sjokkið að vera komin rúma þrjá mánuði þegar ég fæ staðfest að ég sé ólétt. En ég er alveg viss um að þetta átti að gerast. Ég veit ekkert hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki átt hana,“ segir leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir sem varð ólétt átján ára gömul og byrjaði í Listaháskólanum með nokkurra mánaða gamalt barn. Birna Rún er viðmælandi í Einkalífinu.

„Það hefur aldrei verið neinn ótti“

„Maður er ennþá að ná sér niður eftir þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Aron Can sem er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann flutti nýju plötuna sína fyrir troðfullum sal. Blaðamaður tók púlsinn á þessari íslensku stórstjörnu.

Bestu hrekkja­vöku­búningar stjarnanna

Hrekkjavökuhátíðin hefur fest sig í sessi hérlendis á undanförnum árum og bætist stöðugt í hóp þeirra sem kjósa að klæða sig í búning 31. október. Sumir vilja fara alla leið í herlegheitunum og ákvað Lífið á Vísi því að veita lesendum innblástur þegar það kemur að hrekkjavökubúningum.

Kynlífsatriðin alls ekki ó­þægi­leg

Leikkonan Laura Dern segist hafa eignast vin til lífstíðar í mótleikara hennar Liam Hemsworth en tvíeykið leikur á móti hvort öðru í nýju Netflix myndinni Lonely Planet. Dern lýsir því jafnframt yfir að hún hafi upplifað sig mjög örugga með Hemsworth við tökur á krefjandi senum, til dæmis þegar það kom að kynlífsatriðunum.

Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni

Ofurskvísurnar Aníta Björt og Sigrún Guðný lifa fyrir tískuna og reka nytjaverslunina Mamma Mia Vintage í miðbæ Reykjavíkur. Þær stóðu fyrir tískuteiti á dögunum þar sem skvísur bæjarins mættu í sínu fínasta pússi.

Sjá meira