Þórdís Kolbrún segir umdeilt tíst ekki varða sóttvarnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hafnar því að umdeilt tíst sem hún birti í gær tengist afstöðu hennar til sóttvarnaaðgerða. Í umræddri færslu á Twitter birti ráðherrann tilvitnun í bandaríska mannréttindafrömuðinn Martin Luther King Jr. og sagði að viska hans eigi einkum við á tímum þar sem atlaga hafi verið gerð að mörgum grunnréttindum fólks. 18.1.2022 22:20
Kristján Þór hættir sem sveitarstjóri Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, ætlar ekki að sækjast eftir stöðunni eftir næstu kosningar eða bjóða sig fram til setu í sveitarstjórn. 18.1.2022 20:14
Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18.1.2022 19:12
Tvö sóttu um embætti ríkislögmanns Forsætisráðuneytinu bárust tvær umsóknir um embætti ríkislögmanns en umsóknarfrestur rann út 15. janúar. Umsækjendur voru Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá embætti ríkislögmanns, og Þórhallur Haukur Þorvaldsson hæstaréttarlögmaður. 18.1.2022 18:26
Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. 18.1.2022 17:26
Hvetja til notkunar #landsbyggðafyrirtæki Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa fyrir samfélagsmiðladeginum #landsbyggðafyrirtæki miðvikudaginn 19. janúar. Sem hluti af átakinu er fólk hvatt til að segja frá uppáhalds fyrirtækinu sínu í heimabyggð eða deila sinni starfsemi með því að nota myllumerkið #landsbyggðafyrirtæki eða #ruralbusinessday. 18.1.2022 00:05
Æddi niður að brú þar sem hans beið geysilegt sjónarspil Byggingartæknifræðingurinn Orri Jónsson var í eftirlitsferð vegna vegaframkvæmda í Þverárhlíð í Borgarfirði í dag þegar hann varð vitni að miklu ísstífluflóði. 17.1.2022 23:32
Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf. 17.1.2022 21:50
Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17.1.2022 17:23
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14.1.2022 18:50