Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Samningar loks náðst um lang­þráða við­byggingu við flug­stöðina

Isavia hefur samið við byggingafélagið Hyrnu á Akureyri um viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu en samningurinn verður undirritaður í flugstöðinni á morgun.

Fjölgaði á spítala og gjör­gæslu yfir jólin

Nú liggja fjórtán sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél. Helmingur einstaklinganna er óbólusettur, þar af fjórir þeirra sem eru á gjörgæslu.

Á ekki von á eins langri röð í sýnatöku í dag

Um þrjú þúsund einstaklingar voru skráðir í PCR-sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun og um þúsund í hraðpróf. Langar raðir mynduðust í sýnatöku yfir hátíðisdagana en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á ekki von á eins mikilli bið í dag.

Há­skólinn og FS kaupa Bænda­höllina fyrir 4,9 milljarða

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 

At­burða­rásinni svipar til að­draganda gossins

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum.

Sjá meira