Nanna Kristjana nýr framkvæmdastjóri Keilis Nanna Kristjana Traustadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Keilis. Hún hefur verið settur framkvæmdastjóri frá ágúst 2021 vegna leyfis fráfarandi framkvæmdastjóra. 27.10.2021 20:37
Óskar eftir starfslokum eftir tæp tuttugu ár sem framkvæmdastjóri Gestur Hjaltason hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri ELKO frá og með 31. desember. Hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2002. 27.10.2021 18:24
Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra. 27.10.2021 17:54
Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26.10.2021 23:39
Vilja grænan sprotagarð í byggingar Norðuráls í Helguvík Til stendur að reisa grænan sprotagarð á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og nýta til þess byggingar Norðuráls. Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við fyrirtæki á Reykjanesi hugar nú að undirbúningi sprotagarðsins sem hefur hlotið vinnuheitið Reykjanesklasinn. 26.10.2021 23:10
Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26.10.2021 22:25
Rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. 26.10.2021 20:39
Leitar réttar síns eftir að NS tók stöðu gegn Hróa hetti Forsvarsmaður Sparibíls fordæmir niðurstöðu Neytendastofu (NS) í máli bílasölunnar og sakar stofnunina um að ganga erinda samkeppnisaðilans. Stjórnendur hyggjast leita réttar síns og kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. 26.10.2021 19:50
Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. 26.10.2021 00:08
Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. 25.10.2021 23:24