Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. 13.10.2021 16:57
Útlit fyrir 8,2 milljarða hagnað hjá Arion banka Samkvæmt drögum að uppgjöri Arion banka fyrir þriðja ársfjórðung hagnaðist bankinn um 8,2 milljarða króna og er reiknuð arðsemi á ársgrundvelli um 17%. Afkoman er umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila en bankinn hagnaðist um 4,0 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2020. 13.10.2021 14:47
Gestir Snaps gengu í störf eftir að þjónarnir löbbuðu út Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. 13.10.2021 14:01
Vilja hraða orkuskiptum með grænum orkugarði á Reyðarfirði Viljayfirlýsing um þátttöku fyrirtækja í uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði var undirrituð í gær. Vonast er til að verkefnin geti hraðað orkuskiptum á Íslandi. 13.10.2021 13:13
Eldsneytisverð ekki verið hærra á Íslandi frá árinu 2014 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað skarpt seinustu mánuði og hefur sú þróun skilað sér greinilega til íslenskra neytenda. 13.10.2021 07:02
Yfir nífalt fleiri brottfarir í september Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 108 þúsund í septembermánuði. Horfa þarf nokkur ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í september en um að ræða 969% aukningu milli ára. 12.10.2021 17:09
Silja Mist fer frá Nóa Síríus til Orkuveitunnar Silja Mist Sigurkarlsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Orku náttúrunnar og markaðssérfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hún kemur til fyrirtækisins frá Nóa Síríus þar sem hún hefur gegnt stöðu markaðsstjóra síðustu ár. 12.10.2021 15:10
Aldrei jafn mikil umferð á höfuðborgarsvæðinu í september Aldrei áður hefur mælst jafnmikil umferð á höfuðborgarsvæðinu í septembermánuði. Var síðasti mánuður jafnframt næst mesti umferðarmánuður frá upphafi mælinga en örlítið meiri umferð mældist í maí 2019. 12.10.2021 14:11
Íhuga hópmálsókn á hendur ríkinu vegna áhrifa bólusetningar Hópur kvenna sem hefur upplifað breytingar á tíðahring eftir bólusetningu gegn Covid-19 íhugar nú að hefja hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna málsins. 12.10.2021 13:00
Útlit fyrir 7,6 milljarða hagnað Íslandsbanka á síðasta ársfjórðungi Drög að uppgjöri Íslandsbanka fyrir þriðja ársfjórðung benda til að hagnaður hafi numið 7,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli verið 15,7%. 12.10.2021 09:44