Hafi náð í haglabyssu þegar hann fékk ekki að upplifa unglingsárin aftur Eiður Þór Árnason skrifar 8. nóvember 2021 17:04 Atvikið átti sér stað í orlofshúsabyggðinni að Einarsstöðum á Austurlandi. Eining-Iðja Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú mál þar sem grunur er um að dvalargestum í sumarhúsahverfinu Einarsstöðum utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17