Leiðin úr kreppunni, staðan á Reykjanesi og skimun fyrir leghálskrabbameini á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf líkt og aðra sunnudaga. Þá er hægt að hlusta á þáttinn í beinni hér á Vísi. 7.3.2021 09:31
Lægð færir með sér vaxandi suðaustanátt og rigningu Í dag er útlit fyrir breytilega átt, þrjá til átta metra á sekúndu og bjartviðri en lítilsháttar vætu vestan- og norðvestanlands fram undir hádegi. Þá mun bera á vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands seint í kvöld. 7.3.2021 08:38
Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjölfarið Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum. 7.3.2021 07:16
„Ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af“ Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir þessa ákvörðun endurspegla góða stöðu á faraldrinum innanlands og tími hafi verið kominn til að gefa tölfræðiteyminu helgarfrí. Enn greinist fólk þó smitað á landamærum og þá hefur hingað til þurft að vísa sjö einstaklingum úr landi, sem ekki gátu framvísað tilskildum Covid-prófum eða öðrum pappírum. 6.3.2021 15:31
Bein útsending: Sérfræðingar fara yfir stöðuna á Reykjanesskaga Náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna og fulltrúar Grindavíkurbæjar munu fara yfir stöðuna á Reykjanesskaga á íbúafundi í Grindavík klukkan 14:30. 6.3.2021 14:38
John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. 6.3.2021 14:07
Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 6.3.2021 09:31
Veðrinu stjórnað af hæðum yfir Bretlandseyjum og Grænlandi Í dag er spáð suðlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu en austan átta til þrettán við norðausturströndina. Gera má ráð fyrir dálítilli vætu með köflum en lítilsháttar slyddu eða snjókomu norðaustantil fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig, bjart með köflum og milt veður. Léttir til um sunnanvert landið í kvöld. 6.3.2021 09:00
Barði bíla í miðbænum með hamri Karlmaður var í handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í nótt þar sem hann barði í bifreiðar með hamri. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og með fíkniefni meðferðis. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. 6.3.2021 08:42
„Maður eiginlega móðgast þetta er svo léleg útskýring“ Innanhúshönnuðurinn Rut Káradóttir sakar hönnuð Slippfélagsins um að hafa tekið litakort sitt ófrjálsri hendi og gert að sínu eigin. Hún segir málið vonbrigði og greinilegt að höfundaverk séu ekki metin að verðleikum á Íslandi. Forsvarsmaður Slippfélagsins og hönnuður kortsins hafna ásökununum og vísa til eldri litakorta. 6.3.2021 08:00