Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga. 2.4.2022 10:17
Tæplega þúsund börn farið oftar en fjórum sinnum í sóttkví Alls hafa 989 börn þurft að fara oftar en fjórum sinnum í sóttkví hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fram til 10. febrúar. Þar af eru 243 börn á aldrinum 0 til 5 ára og 548 á aldrinum 6 til 12 ára. 2.4.2022 09:20
Létu ekki duga að flýja lögreglu á bíl Lögreglumenn hófu stutta eftirför á þriðja tímanum í nótt þegar ökumaður í miðbæ Reykjavíkur hlýddi ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. 2.4.2022 08:43
Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. 2.4.2022 07:38
Kveðst hafa verið sagt upp á Fréttablaðinu af pólitískum ástæðum Helgi Vífill Júlíusson, fráfarandi fréttastjóri Markaðarins, segir það hafa komið sér verulega í opna skjöldu þegar honum var sagt upp störfum með minna en tveggja daga fyrirvara. Greinilegt sé að pólitísk, frekar en fagleg sjónarmið hafi ráðið för. 1.4.2022 16:50
Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1.4.2022 13:33
Hrekktu bæjarbúa með því kynna til leiks nýjan framboðslista Gísli Gíslason, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, leiðir nýjan framboðslista sem býður fram í bænum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðið hefur fengið nafnið Akraneslistinn, listabókstafinn A og er sagður óháður flokkapólitík. 1.4.2022 12:00
Aldey Unnar leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og óháðra Aldey Unnar Traustadóttir, núverandi forseti sveitarstjórnar Norðurþings, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og óháðra í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 1.4.2022 08:34
Anna Kristín nýr formaður SÍA Anna Kristín Kristjánsdóttir var kjörin formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA) á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Fráfarandi formaður er Guðmundur Hrafn Pálsson frá Pipar/TWBA. 1.4.2022 08:11
Afhjúpuðu styttu af þríeykinu Stytta af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag. Afhjúpunin hefst klukkan 10 og er almenningi boðið að vera viðstaddur. Fyrir þá sem ekki komast verður beint streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi. 1.4.2022 08:01