Björgólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarðamæringalista Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára. 6.4.2022 10:35
Vilja reisa nýtt gagnaver á Akureyri Forstjóri atNorth og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri. Fyrirtækið hyggst leigja lóð undir starfsemina á skipulögðu athafnasvæði í útjaðri bæjarins og stefnir á að hefja framkvæmdir þar á næstu mánuðum. 5.4.2022 16:41
Fjárfestingafélag erfingja endaði í 49 milljarða gjaldþroti Skiptum á þrotabúi fjárfestingafélagsins Icecapital ehf. lauk 28. mars síðastliðinn en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2012 eða fyrir rúmum tíu árum. Almennar kröfur í búið námu alls 49,6 milljörðum króna en upp í þær fengust einungis 438,7 milljónir, eða 0,88 prósent. 5.4.2022 16:10
Ari Brynjólfsson hættur sem fréttastjóri Fréttablaðsins Ari Brynjólfsson hefur tekið við sem nýr kynningarstjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann lét af störfum á Fréttablaðinu um síðustu mánaðamót þar sem hann hafði verið fréttastjóri frá því í febrúar 2020. 5.4.2022 15:13
Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5.4.2022 15:01
Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5.4.2022 12:23
Mjólkurvörur hækka aftur í verði Verðlagsnefnd búvara hefur hækkað lágmarksverð mjólkur til bænda auk heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkaði um 6,60 prósent úr 104,96 krónur á lítrann í 111,89 krónur á lítrann þann 1. apríl. 5.4.2022 11:30
Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5.4.2022 10:53
Aldrei fleiri aðfluttir Íslendingar umfram brottflutta Fleiri fluttust til Íslands en frá landinu á árinu 2021 eða 4.920. Flutningsjöfnuður eykst nokkuð frá árinu 2020 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 2.435. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara aldrei verið hærri en alls fluttu 828 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því á seinasta ári. Talan var 557 árið 2020. 5.4.2022 10:21
Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. 3.4.2022 15:20
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti