Minnst sex látnir eftir skotárás í Sacramento Að minnsta kosti sex voru skotnir til bana og tíu særðust í skotárás í miðbæ Sacramento í Kaliforníu í morgun að sögn lögreglu. 3.4.2022 14:16
Úkraína, salan á Íslandsbanka og staða öryrkja á vinnumarkaði í Sprengisandi Staða fólks á vinnumarkaðnum með skerta starfsgetu, ástandið í Úkraínu og sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka er meðal þess sem verður til umræðu í Sprengisandsþætti dagsins. 3.4.2022 09:34
Útlit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir og kulda á landinu Spáð er vestlægri átt, 3 til 8 m/s, en austan 8 til 13 á Norðausturlandi. Rigning með köflum og hiti 1 til 7 stig, en snjókoma og vægt frost austanlands. 3.4.2022 08:58
Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. 3.4.2022 07:34
Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga. 2.4.2022 10:17
Tæplega þúsund börn farið oftar en fjórum sinnum í sóttkví Alls hafa 989 börn þurft að fara oftar en fjórum sinnum í sóttkví hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fram til 10. febrúar. Þar af eru 243 börn á aldrinum 0 til 5 ára og 548 á aldrinum 6 til 12 ára. 2.4.2022 09:20
Létu ekki duga að flýja lögreglu á bíl Lögreglumenn hófu stutta eftirför á þriðja tímanum í nótt þegar ökumaður í miðbæ Reykjavíkur hlýddi ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. 2.4.2022 08:43
Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. 2.4.2022 07:38
Kveðst hafa verið sagt upp á Fréttablaðinu af pólitískum ástæðum Helgi Vífill Júlíusson, fráfarandi fréttastjóri Markaðarins, segir það hafa komið sér verulega í opna skjöldu þegar honum var sagt upp störfum með minna en tveggja daga fyrirvara. Greinilegt sé að pólitísk, frekar en fagleg sjónarmið hafi ráðið för. 1.4.2022 16:50
Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 1.4.2022 13:33