Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. 21.3.2022 14:24
Áfrýjunarnefnd taldi brot BPO Innheimtu umfangsminni og lækkaði sekt Áfrýjunarnefnd neytendamála mildaði ákvörðun Neytendastofu í máli innheimtufyrirtækisins BPO Innheimtu og telur að brot fyrirtækisins hafi verið nokkuð umfangsminni en lagt hafi verið til grundvallar í sekt stofnunarinnar. 21.3.2022 13:14
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup ríkisins á Auðkenni Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup ríkisins á Auðkenni ehf. á grundvelli skilyrða í sátt sem samrunaaðilar gerðu við Samkeppniseftirlitið. Auðkenni veitir rafræna auðkenningar- og traustþjónustu á Íslandi og gefur út rafræn skilríki. 21.3.2022 10:58
Oddgeir Ágúst Ottesen nýr framkvæmdastjóri KVH Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Félagið er stéttarfélag sem sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Auk þess sinnir félagið annarri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. 21.3.2022 10:24
Vaktin: Segjast hafa sannanir fyrir stríðsglæpum Rússa „Það er ekki til umræðu að gefast upp, að leggja niður vopn. Við höfum þegar greint Rússum frá þessu. Í stað þess að eyða tíma í átta blaðsíðna bréfasendingar, opnið bara leið úr borginni.“ 21.3.2022 06:33
Misnotuðu rafræn skilríki og tæmdu tugi milljóna af reikningum eldri borgara Dæmi eru um að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Skúli Sveinsson lögmaður hefur komið að tveimur slíkum málum á stuttum tíma og segir þau vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. 18.3.2022 08:00
Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18.3.2022 07:00
Nú einungis hægt að fá Parkódín án lyfseðils allt að tíu dögum frá greiningu Fólk sem er með virka Covid-19 sýkingu og hyggst kaupa Parkódín án lyfseðils þarf að framvísa staðfestingu á sýkingu úr Heilsuveru. Samkvæmt nýjum reglum sem kynntar voru í dag má vottorðið ekki vera eldra en tíu daga gamalt. 17.3.2022 22:30
Þriggja bíla árekstur við Suðurlandsbraut og Grensásveg Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Grensásvegar í Reykjavík um klukkan sjö í kvöld. Engin alvarleg slys urðu á fólki og var enginn fluttur á sjúkrahús. 17.3.2022 20:22
Jón nýr ráðgjafi Lilju Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og kom til starfa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal helstu verkefna Jóns verða að veita ráðherranum ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða. 17.3.2022 17:20