Einnig var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem lá í garði. Þegar lögregla kom á vettvang kvaðst aðilinn hafa verið í sólbaði og gekk sína leið.
Tilkynnt var um eignaspjöll og húsbrot í íbúð í Múlahverfi í Reykjavík. Tveir aðilar handteknir á vettvangi og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu.
Reynt að stela úr þvottahúsi
Lögregla hafði afskipti af einstaklingi í annarlegu ástandi sem er sagður hafa reynt að stela úr þvottahúsi í Hlíðum. Hann var farinn af vettvangi þegar lögregla kom.
Ökumaður sem ók á 123 km/klst var stöðvaður þar sem hámarkshraði er 80. Vettvangsskýrsla var rituð á vettvangi og viðurkenndi ökumaður hraðaksturinn.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Hafnarfirði þar sem aðilar voru að kíkja inn um glugga og skoða inn í bifreiðar, að sögn lögreglu. Einstaklingarnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Nokkuð var um það að ökumenn væru stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur í gærkvöldi og í nótt.