Bein útsending: Innrásin og afleiðingarnar fyrir öryggi í Evrópu Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga standa fyrir opnum fundi um innrás Rússlands í Úkraínu og þær afleiðingar sem innrásin hefur fyrir öryggi í Evrópu. 2.3.2022 11:31
Vörubíll valt í hvassviðrinu á Reykjanesbraut Vörubíll á vegum Skólamats valt á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan átta í morgun. Engum varð meint af. Þetta staðfestir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamats, í samtali við Vísi. 2.3.2022 10:28
Vildi ferðast og eignast hund en dreymir nú um sprengjubyrgi til að verja fjölskylduna 23 ára úkraínskur kennari sem flúið hefur Kænugarð segir að Rússar hafi skotið níu ára stelpu og foreldra hennar til bana á götum borgarinnar í gær. Maria Huresh segir að átökin hafi lagt líf Úkraínumanna í rúst og hún þrái nú fátt heitar en að eignast heimili með stóru sprengjubyrgi til að tryggja öryggi fjölskyldu sinnar. 27.2.2022 17:32
Pútín virkjar hersveitir sem sjá um fælingarvopn Rússa Þær hersveitir sem halda utan um fælingarvopn Rússa hafa verið settar í viðbragðsstöðu af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann segir þetta gert vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturveldanna gegn Rússlandi. 27.2.2022 13:53
1.587 greindust innanlands í gær Alls greindust 1.587 einstaklingar með Covid-19 innanlands í gær. Þá greindust 155 með landamærasmit. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 27.2.2022 10:48
Boða til mótmæla um allt land í dag Boðað hefur verið til mótmæla- og samstöðufunda í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði í dag vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. 27.2.2022 10:17
Margrét Sanders leiðir Sjálfstæðisflokkinn áfram í Reykjanesbæ Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, var efst í prófkjöri flokksins í Reykjanesbæ sem lauk í gær með 81,3% gildra atkvæða. 27.2.2022 09:31
Úkraínuvaktin: Úkraínuforseti ræðir við leiðtoga vesturlanda og ýjar að ESB-aðild Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27.2.2022 07:31
Frysta eigur Seðlabanka Rússlands og aftengja vissa banka frá SWIFT Ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Bretland og Kanada hafa komist að samkomulagi um að loka aðgangi tiltekinna rússneskra banka að SWIFT, greiðslukerfi sem notað er við miðlun fjármuna milli alþjóðlegra banka. 26.2.2022 22:37
Ljósið og Með hækkandi sól í úrslit Ljósið í flutningi Stefáns Óla og Með hækkandi sól í flutningi systranna Siggu, Betu og Elínar fóru áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. 26.2.2022 21:50