Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum. 27.8.2025 06:31
Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. 26.8.2025 22:57
Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Yfirmaður þýska hersins er staddur á Íslandi en tilgangur heimsóknarinnar er að efla tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Þýskalands. Hann segir rússneska ógn steðja að Evrópu og sjaldan hafi verið mikilvægara að styrkja samstarf bandalagsríkja á sviði varnarmála. 26.8.2025 12:11
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hefur numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa. Úkraínskur framleiðandi drónahugbúnaðar segir hina svokölluðu dönsku leið, sem Ísland hefur stutt, vera eina áhrifaríkustu leiðina til að styðja við Úkraínu. 24.8.2025 22:00
Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. 24.8.2025 18:46
Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir. 24.8.2025 18:28
Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir. 24.8.2025 15:03
Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Vatnshæð í Hvítá hefur lækkað nokkuð eftir töluverða hækkun vegna jökulhlaupsins í nótt. Hlaupið úr Hafrafellslóni hófst á föstudag og Veðurstofan fylgist grannt með þróuninni. 24.8.2025 13:19
Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. 24.8.2025 13:12
Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Akstursíþróttasamfélagið er harmi slegið vegna slyss sem átti sér stað í gær þar sem ökutæki hafnaði ofan á tveimur starfsmönnum. 24.8.2025 11:55