Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Dönsk stjórnvöld hafa með stuðningi breiðs meirihluta danska þingsins gert samkomulag um fjárhæð bótagreiðslu til grænlenskra kvenna sem fengu setta upp getnaðarvarnalykkju gegn vilja sínum og vitund á árunum 1960 til 1991. Gert er ráð fyrir að um 4500 konur sem málið nær til geti sótt um bætur frá danska ríkinu sem nema um sex milljónum íslenskra króna. 11.12.2025 07:39
Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir sérstakri umræðu um málefni framhaldsskóla og skólameistara á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins óskaði formlega eftir því að menntamálaráðherra gæfi skýrslu um málið fyrr í vikunni en í millitíðinni er ráðherrann farinn í veikindaleyfi. Beiðni um að staðgengill ráðherrans tæki það að sér að taka þátt í slíkri umræðu á þingi er til skoðunar hjá forseta þingsins en þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka kalla eftir því að forsætisráðherra verði til svara um málið. 10.12.2025 14:08
Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á þingmenn að líta í eigin barm og rækta skyldur sínar gagnvart þinginu. Hún brást við umræðu stjórnarandstöðu um siðareglur Alþingis með því að benda á að ekki hafi allir þingmenn skrifað undir siðareglurnar auk þess sem hún vill meina að mætingu þingmanna á nefndarfundi sé ábótavant. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segist stolt af því að þingflokkurinn sem hún tilheyrir hafi ekki skrifað undir siðareglur þingsins. 10.12.2025 11:21
Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Afhending Nóbelsverðlaunanna 2025 fer fram við hátíðlega athöfn í dag, 10. desember á dánardegi Alfreds Nobels sem verðlaunin eru kennd við. Maria Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár, verður hins vegar ekki viðstödd athöfnina til að veita verðlaununum viðtöku. Machado, sem er stjórnarandstæðingur frá Venesúela, hefur sætt líflátshótunum af hálfu valdhafa í heimalandinu og hafði ekki færi á að ferðast til Osló í tæka tíð. 10.12.2025 10:23
Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, segir aldrei hafa staðið til að hann myndi sjálfur sækja um stöðu yfirmanns mötuneytis á Litla Hrauni. Hann hafi tekið þátt í að móta starfsauglýsinguna og unnið að umbótaverkefnum í eldhúsinu en aldrei ætlað sér að sækja um sjálfur. Honum þykir fyndið að fólk hafi gefið sér að staðan hafi verið sérsniðin að honum sjálfum og kveðst fullviss um að í hópi þeirra sem sóttu um hafi verið fólk sem það gerði í þeim eina tilgangi að kæra ákvörðunina „þegar“ Jói yrði ráðinn. 10.12.2025 08:30
Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt og í tilkynningu frá Landsneti segir að unnið sé að því í samstarfi við RARIK að koma á varaafli. Þá fara vinnuflokkar meðfram línunni til að kanna orsök útleysingar en tekið er fram að mikil ísing sé á svæðinu sem talin er vera líklegur valdur útleysingarinnar. 10.12.2025 08:03
Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra svaraði ekki spurningu formanns Sjálfstæðisflokksins um siðareglur Alþingis þegar Guðrún Hafsteinsdóttir innti eftir afstöðu forsætisráðherra vegna ummæla sem forseti Alþingis lét falla í síðustu viku. Kristrún benti á að forseti hafi beðist afsökunar á ummælum sínum, en svaraði ekki spurningu Guðrúnar um siðareglur þingsins. Í svari við fyrirspurn varaformanns Sjálfstæðisflokksins snéri Kristrún vörn í sókn og skaut á stjórnarandstöðuna fyrir að snúa út úr og fyrir að vera „pikkföst í uppþotsmálum.“ 9.12.2025 14:09
Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, svarar ummælum Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fullum hálsi. Össur hafði gefið í skyn að Stefán Pálsson væri efnilegri formannskostur fyrir „ræfilinn sem eftir er af skúffu VG“ en Svandís. Hún segir orð Össurar einkennast af mannfyrirlitningu og telur erindi hans vera „skepnuskap í eigin þágu.“ 9.12.2025 11:52
Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Hann mun gangast undir hjartaaðgerð snemma á næsta ári en varamaður hefur tekið sæti í hans stað á Alþingi. 9.12.2025 11:29
Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. 9.12.2025 10:51