Stafrænar heilbrigðislausnir gætu sparað umtalsverða fjármuni Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. 12.11.2018 10:30
Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9.11.2018 20:00
Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9.11.2018 19:30
Framsóknarráðherrar afkomendur bóndakonu en sjálfstæðismenn Þórunnar „ríku“ Íslendingabók hefur tekið stakkaskiptum en ættfræðivefurinn vinsæli fær um 140 þúsund heimsóknir á mánuði. 9.11.2018 19:30
Fjordvik verður dregið til Keflavíkur Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum bíða tilbúnir til að hefja tog á skipinu Fjordvik, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9.11.2018 17:45
Eiga líka líf utan vinnu Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. 8.11.2018 20:30
70 tillögur í atvinnustefnu fyrir Ísland til ársins 2050 Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. 7.11.2018 20:30
Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7.11.2018 20:30
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6.11.2018 20:30
Nokkrir tugir farið frá VÍS eftir lokun útibúa Nokkrir tugir fjölskyldna hafa sagt upp viðskiptum við tryggingafélagið VÍS eftir að útibúum þess á landsbyggðinni fækkaði í haust. Þar af hafa flestar uppsagnir verið á Akranesi. 6.11.2018 18:45