Lög um kynjakvóta hafa borið litinn árangur 74 prósent lykilstjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum. 31.10.2018 19:00
„Bandarísk stjórnvöld hugsa ekki um öryggishagsmuni bandamanna sinna í Evrópu" Enginn er óhultur fyrir kjarnorkuvopnum ef Atlantshafsbandalagið breytir ekki stefnu sinni gagnvart slíkum vopnum segir talsmaður samtaka gegn kjarnorkuvopnum. Hann segir NATO-ríki elta Bandaríkin í blindni í afstöðu sinni til kjarnorkuvopna. 30.10.2018 19:30
Kerecis er handhafi Nýsköpunarverðlauna Íslands 2018 Fyrirtækið Kerecis er handhafi Nýsköpunarverðlauna Íslands 2018 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi sem fram fór á Grand hótel í dag. Kerecis þróar vörur sem tengjast húð- og vefjaviðgerðum úr náttúrulegum efnum, meðal annars úr þorskroði. 30.10.2018 18:30
99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23.10.2018 19:06
Banaslysum barna í umferðinni fjölgað Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir þetta gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvernig huga megi betur að öryggi barna í umferðinni. 23.10.2018 19:00
„Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22.10.2018 20:20
Óhrædd við að fara gegn flokkslínum Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. 21.10.2018 20:00
„Erum ekki með nógu gott net til að grípa fólk“ Minnst tvö mál eru til rannsóknar hjá lögregluembættum vegna gruns um vinnumansal. Framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins segir óboðlegt að úrræði fyrir fórnarlöm vinnumansals liggi ekki skýrt fyrir og oft endi með því að mál þeirra séu aldrei leyst. 21.10.2018 18:13
Rannsóknir ESB utan úr geimi eigi fullt erindi við málefni norðurslóða Rannsóknir utan úr geimi gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að sögn framkvæmdastjóra á sviði geimvísinda hjá Evrópusambandinu. Hann segir Evrópusambandið eiga fullt erindi við málefni norðurslóða. 20.10.2018 20:15
Tilbúin í viðræður og rökræður um styttingu vinnuvikunnar Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. 19.10.2018 19:30