Segir mikla vinnu eftir áður en miðhálendisþjóðgarður geti orðið að veruleika Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 21:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39
Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30
Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15