Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fundaði með ráð­herrum vegna vopna­burðar ung­menna

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin.

„Það er enginn öryggis­ventill þarna, það bremsar þetta ekkert af“

Einstaka veiðifélög íhuga alvarlega að leita réttar síns vegna þess tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir sem rekja megi til umhverfismengunar frá fiskeldi. Þá gagnrýna Landssamtök veiðifélaga stjórnvöld, einkum Matvælastofnun, fyrir að beita ekki þeim heimildum sem stofnunin hafi samkvæmt lögum til að áminna fiskeldisfyrirtæki eða svipta þau starfsleyfi í þeim tilfellum sem við gæti átt. Formaður landssamtakanna segir svör stjórnvalda ekki upp á marga fiska.

Dyra­verðir vilja fá að nota handjárn: „Það er orðið svo mikið of­beldi niðri í bæ“

Dyraverðir kalla eftir því að fá heimild til að nota handjárn í þágu aukins öryggis. Dyravörður sem stendur fyrir undirskriftasöfnun þess efnis segir aukið ofbeldi í miðborginni kalla á breytingar á lögum sem heimili dyravörðum, með skilyrðum, að bera og beita handjárnum. Sjálfur hafi hann í tvígang lent í því á undanförnum mánuðum að ráðist var að honum með eggvopni.

Laxa­seiði úr landeldisstöð sluppu í sjó

Allt að þrjú hundruð laxaseiði sluppu í sjó á Kópaskeri í júlí. Ekki tókst að fanga neitt hinna stroknu seiða eftir að ljóst varð um óhappið sem leiddi til stroks laxfiska úr landeldisstöð. Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík ehf. tilkynnti Matvælastofnun um óhappið þriðjudaginn 30. júlí en seiðin sluppu í sjó við dælingu laxaseiða úr eldisstöð fyrirtækisins á Röndinni á Kópaskeri yfir í brunnbátinn Ronja Fjord.

„Hún var hjartahlýjasta og sak­lausasta mann­veran“

„Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð. Hún var of góð, trúði engu slæmu upp á aðra og var ljósberi fyrir alla sem henni kynntust.” Þetta skrifar Birgir Karl Óskarsson, faðir hinnar sautján ára gömlu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum síðastliðið föstudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir stunguárás í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt.

Smelltu Krist­rúnu í hitasætið og kalla eftir að­gerðum

Ungt jafnaðarfólk kallar eftir „verulegum skattahækkunum“ á stórtæka íbúðaeigendur, stóraukinni aukningu á uppbyggingu óhagnaðardrifinna leiguíbúða, og að fólk fái hundrað prósent launa sinna greidd í fæðingarorlofi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun landsþings Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í Hafnarfirði í dag.

Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda

Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið.

Sjá meira