Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað

Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár

Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

„Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins“

Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf.

Kínaheimsókn utanríkisráðherra lýkur í dag

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra líkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína.

Eins og leikhús fáránleikans

Fjölmiðlafárið í kringum efnahagshrunið 2008 var dálítið eins og leikhús fáránleikans að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins.

Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu

Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum.

Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn

Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju.

Tveir fluttir á slysadeild vegna bílveltu á Kringumýrarbraut

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að bíll valt tvær veltur á Kringlumýrarbraut við brúna milli Fossvogs og Hlíða. Slökkviliði barst tilkynning um slysið um klukkan 9:45 og voru farþegar komnir út úr bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði.

Sjá meira