Miðflokkurinn sagði sig úr nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:00 Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“ Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“
Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48