Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Komust á topp Matterhorn í gær

Bræðurnir Teitur og Baldur Þorkelssynir lentu heldur betur í ævintýrum í ferðalagi sínu á tindana Mont Blanc og Matterhorn. Þrátt fyrir ýmsar hindranir á leiðinni eru bræðurnir komnir heilu á húfi til byggða.

Ráða sig í vinnu en mæta ekki til starfa

Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er staðan þó ekki eins og best verður á kosið að sögn formanns Félags stjórnenda leikskóla. Þá hefur nokkuð borið á því að sögn leikskólastjóra að fólk sem hafi verið ráðið til vinnu mæti svo ekki til starfa þegar á reynir.

Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs

Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka.

Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja

Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju.

„Þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi”

Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Sjá meira