Kafbátaleitaræfingar NATO hugsanleg skýring tíðra hvalreka að undanförnu Kafbátaleitaræfingar NATO í Norður-Atlandshafi í sumar kunna að vera orsakavaldur tíðra hvalreka við Íslandsstrendur að undanförnu. Að sögn líffræðings geta kafbátaæfingarnar haft tvenns konar áhrif á hvalina sem verður til þess að þeir drepast og reka á land. 23.8.2018 11:51
Komust á topp Matterhorn í gær Bræðurnir Teitur og Baldur Þorkelssynir lentu heldur betur í ævintýrum í ferðalagi sínu á tindana Mont Blanc og Matterhorn. Þrátt fyrir ýmsar hindranir á leiðinni eru bræðurnir komnir heilu á húfi til byggða. 22.8.2018 20:00
Ráða sig í vinnu en mæta ekki til starfa Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er staðan þó ekki eins og best verður á kosið að sögn formanns Félags stjórnenda leikskóla. Þá hefur nokkuð borið á því að sögn leikskólastjóra að fólk sem hafi verið ráðið til vinnu mæti svo ekki til starfa þegar á reynir. 22.8.2018 19:30
Framleiða um eitt kíló frjósemislyfs úr tugum tonna hryssublóðs Undanfarin misseri hefur eftirspurn eftir frjósemislyfi, sem framleitt er hér á landi úr hryssublóði, farið ört vaxandi. Í sölu á hryssublóði felast tekjumöguleikar fyrir bændur og hrossaræktendur til að mæta lakari afkomu á öðrum sviðum búrekstrar að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. 19.8.2018 21:00
Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. 19.8.2018 19:33
Stunguárás í austurborginni í gær Karlmaður var stunginn nokkrum sinnum í austurborginni í gær. Einnig kviknaði í lýsisverksmiðjunni. 19.8.2018 10:24
Flugeldasýningin á Menningarnótt: Um þúsund bombur og varir í sex og hálfa mínútu Sýningin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, hún varir í um sex og hálfa mínútu og hefst klukkan ellefu í kvöld. 18.8.2018 19:39
„Þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi” Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. 17.8.2018 20:02
Segir aukna umræðu um kynferðisofbeldi og bætta gæslu á útihátíðum hafa borið árangur Rólegt hefur verið á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis og til þessa hefur enginn þangað leitað vegna atvika sem tengjast útihátíðum að sögn verkefnastjóra neyðarmóttökunnar. Þá hefur verið rólegra á bráðamóttöku en oft áður á þessum tíma. 6.8.2018 19:45
Stödd á Balí í brúðkaupsferð þegar skjálftinn reið yfir: „Það erfiðasta sem ég hef lent í“ Utanríkisráðuneytið hefur fengið spurn af tveimur Íslendingum sem staddir eru á eyjunni Lombok í Indónesíu. 6.8.2018 13:02
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti