Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29.4.2019 19:45
Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. 29.4.2019 11:48
Keyrðu frá Kína til Íslands og draumurinn rættist Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa drauma ferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. 28.4.2019 20:30
Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“ Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. 28.4.2019 19:45
Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. 28.4.2019 18:25
Iðnaðarmenn aftur að fundarborðinu á morgun Fundi samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara lauk á fimmta tímanum í dag. Áfram verður fundað á morgun. 28.4.2019 16:34
Telur hugmyndafræðilegan ágreining ekki ríkja um rekstrarform heilbrigðisþjónustu Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. 28.4.2019 13:00
Umhverfisráðherra plokkar við Vesturlandsveg: „Sorp er fyrst og fremst verðmæti“ Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. 28.4.2019 11:57
„Ekki vitað um dæmi „devils breath“-eitrunar hér á landi Grunur leikur á um að rúmenska mafían hafi byrlað íslenskum feðgum ólyfjan á Tenerife fyrir nokkrum vikum og rænt þá um hábjartan dag. 26.4.2019 19:30
Íslenskum feðgum byrlað eitur á Tenerife Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. 26.4.2019 13:47
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent