Guðni um bílakaupin umdeildu: „Myndir þú kaupa bíl af svona fólki?“ Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands viðraði skoðanir sínar á umdeildum bílakaupum verðandi forseta í viðtali hans síðasta dag í embætti. Hann sagði háttsemi Brimborgar óforskammaða og spurði fréttamann hvort hún myndi kaupa bíl af svoleiðis fólki. 31.7.2024 19:30
„Þetta gekk ágætlega, takk fyrir mig“ Guðni Th. Jóhannesson segir einstakt að hafa fylgt þjóðinni síðustu átta ár, og segir embættistíð sína hafa gengið ágætlega. Hann segist ekki hafa ætlað að verða forseti, en stjörnurnar hafi raðast upp á tiltekinn hátt og hann hafi staðið frammi fyrir því að geta orðið þjóðhöfðingi. Guðni lætur af embætti forseta Íslands á morgun. 31.7.2024 16:09
Von á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku Höllu Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju. 31.7.2024 12:31
Rannsaka möguleika til kolefnisförgunar í Hvalfirði Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga eða öðru, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Í stuttu máli felst aðferðin sem er til skoðunar í því að kanna hvort hægt sé að flýta náttúrulegu ferli kolefnisbindingar í hafi með því að auka svokallaða basavirkni sjávar. 28.7.2024 22:01
Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25.7.2024 12:22
„Okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst“ Verkefnastjóri segir miður að steypuryk frá niðurrifsframkvæmdum á Kirkjusandi hafi fokið yfir íbúðahverfi í Laugarnesi. Auka hefur þurft öryggisgæslu á svæðinu eftir að í ljós kom að fólk hefur farið inn á svæðið í leyfisleysi. 24.7.2024 20:30
Viðvarandi vætutíð og áfram rigning í kortunum Viðvarandi vætutíð hefur verið sunnan- og vestanlands í sumar og er áfram rigning í kortunum næstu daga. Of snemmt er að spá í spilin um veðrið um verslunarmannahelgina að sögn veðurfræðings. 24.7.2024 12:30
„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23.7.2024 13:01
Þróunin sé merki um að afleiðingar Covid séu betur að koma í ljós Nauðsynleg úrræði og bráðaþjónustu skortir fyrir börn sem sýna af sér áhættuhegðun og eiga við fíknivanda að mati framkvæmdastjóra Barnaheilla. 22.7.2024 20:01
Hafa áhyggjur af auknu ofbeldi, áhættuhegðun og vopnaburði barna Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði umtalsvert fyrstu mánuði þessa árs samanborið við í fyrra. Neikvæð áhrif kórónuveirufaraldursins, aukin vanlíðan meðal barna og samfélagsmiðlar er meðal þess sem kann að skýra þróunina að sögn forstjóra forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Þróunin sé mikið áhyggjuefni sem tilefni sé til að rannsaka betur. 22.7.2024 13:45