Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:53 Nicola Sturgeon er þaulreynd í stjórnmálum Skotlands. Vísir/Ívar Fannar Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum. Sturgeon sagði af sér sem leiðtogi Skotlands árið 2023 en þá hafði hún verið æðsti leiðtogi landsins frá 2014 en stjórnmálaferill hennar spannar á þriðja áratug. Skotar ganga til kosninga á næsta ári og Sturgeon kveðst bjartsýn um að skoski Þjóðarflokkurinn, SNP, hennar gamli flokkur, fari með sigur í kosningunum en flokkurinn er sá stærsti í Skotlandi. Það séu hins vegar blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Fokkur hennar hafi staðið í lappirnar í þeim málum sem hann standi fyrir, á meðan í Bretlandi hafi stjórnmálamenn á borð við Nigel Farage sótt í sig veðrið. Sótt að stoðum lýðræðisins „Ég held að heilt yfir í Bretlandi séu áhyggjur uppi um það hvert stjórnmálin eru að stefna, uppgangur hægri-afla og vangeta ríkisstjórnar Verkamannaflokksins í Westminster til að mæta því að krafti og eins að veita fólki von um framtíðina,“ segir Sturgeon í samtali við fréttastofu. Sömuleiðis eigi grunnstoðir lýðræðisins að hennar mati sumar undir högg að sækja, þar á meðal fjölmiðlar. Tveir háttsettir stjórnendur hjá breska ríkissjónvarpinu BBC sögðu af sér í gær vegna rangrar og villandi umfjöllunar í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum. Aðspurð kveðst Sturgeon telja að sú staða sem blasi við BBC hafi ekki orðið til í tómarúmi. Sjá einnig: Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar „Við sjáum að það er sótt að stofnunum sem gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélaginu. BBC í dag er þar á meðal. BBC er ekki fullkomið og það eru skiptar skoðanir um BBC, og þar hafa verið gerð mistök, en það er án vafa í gangi tilraun af hálfu hægri-afla til að grafa undan BBC og til að grafa undan grunnhlutverki ljósvakafjölmiðils í almannaþjónustu. Og það væri sorglegt að mínu mati ef slíkar tilraunir heppnast,“ segir Sturgeon. Nicola Sturgeon er stödd á Íslandi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga.Vísir/Ívar Fannar Óttast afturför ef sofið er á verðinum Sturgeon er stödd á Íslandi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Hún átti samtal við Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stöðu kvenna í stjórnmálum og ræddi sína reynslu á þinginu í dag. „Ég held að við séum á þannig stað í sögunni að við þurfum að varast afturför þess árangurs sem hefur náðst. Þegar ég var ung kona í stjórnmálum þá var tilfinning fyrir því að hlutirnir væru að færast hratt í rétta átt. Fyrst þegar ég varð leiðtogi í mínum flokki þá voru helstu flokkar í Skotlandi leiddir af konum,“ segir Sturgeon við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir og Nicola Sturgeon áttu opið samtal um stöðu kvenna í stjórnmálum í Hörpu í dag.Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir „Í dag hefur maður á tilfinningunni að það sé að verða afturför. Stjórnmálaumræðan er óvægin í garð kvenna, samfélagsmiðlum er að hluta til um það að kenna. En ég held að við séum á þeim stað að það gæti orðið afturför ef við leggjum okkur ekki fram um það í sameiningu að tryggja áframhaldandi framfarir.“ Spurð hvað þurfi til nefnir Sturgeon sem dæmi að stjórnmálaflokkar þurfi að leggja sig fram við að lyfta konum, að konur styðji hver aðra, og að karlar séu meðvitaðir um að jafnréttisbaráttan sé líka þeim í hag. Skotland Fjölmiðlar Jafnréttismál Bretland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Sturgeon sagði af sér sem leiðtogi Skotlands árið 2023 en þá hafði hún verið æðsti leiðtogi landsins frá 2014 en stjórnmálaferill hennar spannar á þriðja áratug. Skotar ganga til kosninga á næsta ári og Sturgeon kveðst bjartsýn um að skoski Þjóðarflokkurinn, SNP, hennar gamli flokkur, fari með sigur í kosningunum en flokkurinn er sá stærsti í Skotlandi. Það séu hins vegar blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Fokkur hennar hafi staðið í lappirnar í þeim málum sem hann standi fyrir, á meðan í Bretlandi hafi stjórnmálamenn á borð við Nigel Farage sótt í sig veðrið. Sótt að stoðum lýðræðisins „Ég held að heilt yfir í Bretlandi séu áhyggjur uppi um það hvert stjórnmálin eru að stefna, uppgangur hægri-afla og vangeta ríkisstjórnar Verkamannaflokksins í Westminster til að mæta því að krafti og eins að veita fólki von um framtíðina,“ segir Sturgeon í samtali við fréttastofu. Sömuleiðis eigi grunnstoðir lýðræðisins að hennar mati sumar undir högg að sækja, þar á meðal fjölmiðlar. Tveir háttsettir stjórnendur hjá breska ríkissjónvarpinu BBC sögðu af sér í gær vegna rangrar og villandi umfjöllunar í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum. Aðspurð kveðst Sturgeon telja að sú staða sem blasi við BBC hafi ekki orðið til í tómarúmi. Sjá einnig: Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar „Við sjáum að það er sótt að stofnunum sem gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélaginu. BBC í dag er þar á meðal. BBC er ekki fullkomið og það eru skiptar skoðanir um BBC, og þar hafa verið gerð mistök, en það er án vafa í gangi tilraun af hálfu hægri-afla til að grafa undan BBC og til að grafa undan grunnhlutverki ljósvakafjölmiðils í almannaþjónustu. Og það væri sorglegt að mínu mati ef slíkar tilraunir heppnast,“ segir Sturgeon. Nicola Sturgeon er stödd á Íslandi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga.Vísir/Ívar Fannar Óttast afturför ef sofið er á verðinum Sturgeon er stödd á Íslandi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Hún átti samtal við Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stöðu kvenna í stjórnmálum og ræddi sína reynslu á þinginu í dag. „Ég held að við séum á þannig stað í sögunni að við þurfum að varast afturför þess árangurs sem hefur náðst. Þegar ég var ung kona í stjórnmálum þá var tilfinning fyrir því að hlutirnir væru að færast hratt í rétta átt. Fyrst þegar ég varð leiðtogi í mínum flokki þá voru helstu flokkar í Skotlandi leiddir af konum,“ segir Sturgeon við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir og Nicola Sturgeon áttu opið samtal um stöðu kvenna í stjórnmálum í Hörpu í dag.Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir „Í dag hefur maður á tilfinningunni að það sé að verða afturför. Stjórnmálaumræðan er óvægin í garð kvenna, samfélagsmiðlum er að hluta til um það að kenna. En ég held að við séum á þeim stað að það gæti orðið afturför ef við leggjum okkur ekki fram um það í sameiningu að tryggja áframhaldandi framfarir.“ Spurð hvað þurfi til nefnir Sturgeon sem dæmi að stjórnmálaflokkar þurfi að leggja sig fram við að lyfta konum, að konur styðji hver aðra, og að karlar séu meðvitaðir um að jafnréttisbaráttan sé líka þeim í hag.
Skotland Fjölmiðlar Jafnréttismál Bretland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira