Kafbáturinn fundinn, brotinn í að minnsta kosti þrjá búta Kafbátur indónesíska sjóhersins sem hvarf á miðvikudag með 53 manna áhöfn innanborðs er fundinn, brotinn í sundur í að minnsta kosti þrjá hluta. Indónesíski herinn greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag en í gær hafði þegar fundist nokkuð brak úr kafbátnum auk persónulegra muna frá áhöfninni. 25.4.2021 13:32
Halla segir orðræðu Þorsteins um verkalýðshreyfinguna „ljótt áróðursbragð“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sakar verkalýðshreyfinguna um að afneita staðreyndum um áhrif launahækkana á efnahagsþróun og samkeppnishæfni. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Þorstein beita ljótum áróðursbrögðum. 25.4.2021 12:56
Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25.4.2021 10:47
Minnst 82 látin eftir eldsvoða á sjúkrahúsi fyrir Covid-19 sjúklinga Minnst 82 eru látin og meira en 100 særð eftir eldsvoða á sjúkrahúsi nokkru í Bagdad, höfuðborg Íraks, sem sérstaklega hafði verið útbúinn til að sinna covid-19 sjúklingum. Upptök eldsvoðans eru rakin til sprengingar súrefniskúts á sjúkrahúsinu. 25.4.2021 10:43
Tvö útköll vegna elds í bifreið Töluvert annríki var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Alls sinnti slökkviliðið sex útköllum á dælubíl, meðal annars vegna vatnstjóns og í tvígang var slökkvilið kallað til vegna brennandi bifreiða. 25.4.2021 09:42
Algalíf, Úkraína, launahækkanir og loftslagsmál á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á sínum stað á Bylgjunni upp úr klukkan tíu í dag. 25.4.2021 09:19
Mest ánægja með Katrínu en Ásmundur hástökkvarinn milli kannana Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist enn vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýtur hve minnstra vinsælda samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er hástökkvarinn milli kannana en ánægja með störf hans hefur aukist hvað mest frá því í fyrra. 24.4.2021 14:42
Tveir snarpir skjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu Tveir jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mældust um fjóra kílómetra norðaustur af Krýsuvík um hádegisbil í dag. 24.4.2021 13:54
Fundu brak úr kafbátnum og persónulega muni áhafnarinnar Kafbáturinn sem hvarf á miðvikudaginn með 53 manna áhöfn innanborðs úti fyrir ströndum Balí er sokkinn að sögn indónesíska sjóhersins. 24.4.2021 13:34
Elva Hrönn vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, er í hópi þeirra sem sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Elva Hrönn er 37 ára, frá Akureyri en hefur búið í Reykjavík síðastliðin tólf ár. Þetta kemur fram í tilkynningu um framboð Elvu Hrannar. 24.4.2021 13:19